Hundrað á baki í miðbænum

Við Hallgrímskirkju var sungið og síðan haldið niður eftir.
Við Hallgrímskirkju var sungið og síðan haldið niður eftir. mbl.is/Árni Sæberg

Í tilefni hestadaga hélt fjöldi knapa úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu niður í miðbæ í dag til að taka þátt í skrúðreið. Þetta er í sjötta sinn sem Hestadagar eru haldnir og lýkur þeim á morgun á alþjóðlegum degi íslenska hestsins.

Í gær fór fram sýningin Æskan og hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal í gær þar sem 140 krakkar tóku þátt og sýndu atriði frammi fyrir fjölda áhorfenda. Yngsti knapinn var aðeins þriggja ára gamall. 

„Gærdagurinn gekk frábærlega og fólk skemmti sér vel. Það hafa verið milli 800 til 900 manns sem komu á sýninguna og það voru ótrúlega fjölbreytt atriði frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Margir af okkar afreksknöpum hafa byrjað feril sinn þarna,“ segir Jóna Dís Bragadóttir, varaformaður Landssambands hestamannafélaga, sem stóð að viðburðinum. 

Dagskráin í dag var með þeim hætti að um hundrað knapar riðu upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju. Þar söng Stormsveitin sem samanstendur af félögum í Karla­kór Kjal­nes­inga. Þá var riðið niður að Austurvelli, farið af baki og gafst fólki tækifæri til að klappa hestunum og spjalla við knapana.

Á morgun bjóða hestamannafélögin í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr en markmiðið er að kynna hestinn og hestamennsku. Að neðan má sjá myndir frá skrúðreiðinni í miðbænum og sýningunni í gær. 

Sumir ferðuðust á hestakerru niður að Austurvelli.
Sumir ferðuðust á hestakerru niður að Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg
Skrúðreiðin vakt athygli vegfarenda.
Skrúðreiðin vakt athygli vegfarenda. mbl.is/Árni Sæberg
Skrúðreiðin var kjörið tækifæri til að kynnast hestamennsku.
Skrúðreiðin var kjörið tækifæri til að kynnast hestamennsku. mbl.is/Árni Sæberg
Ungu knaparnir áttu í engum vandræðum með reiðmennskuna í gær.
Ungu knaparnir áttu í engum vandræðum með reiðmennskuna í gær. mbl.is/Árni Sæberg
Á sýningunni sýndu hestamannanfélögin á höfuðborgarsvæðinu listir sínar.
Á sýningunni sýndu hestamannanfélögin á höfuðborgarsvæðinu listir sínar. mbl.is/Árni Sæberg
Mikill fjöldi var mættur í reiðhöllina í Víðidal í gær …
Mikill fjöldi var mættur í reiðhöllina í Víðidal í gær til að horfa á unga knapa. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert