Sigur í enn einu dómsmálinu

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna. ...
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Síðan 2010 hafa staðið yfir deilur um ferðaþjónustu á svæðinu, en deilur milli landeiganda hófust enn fyrr. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Austurlands hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að synja ferðaþjónustufyrirtækinu Ice Lagoon um stöðuleyfi undir húskerru á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Um er að ræða mikinn sigur fyrir fyrirtækið sem hefur barist fyrir aðstöðu við Jökulsárlón í hartnær áratug.

Stærsti einstaki landeigandinn áður en ríkið keypti jörðina Fell, Einar Björn Einarsson, sem rekur Jökulsárlón ferðaþjónustu og gerir m.a. út hjólbátana á svæðinu, hefur frá upphafi verið mótfallinn því að Ice Lagoon geti gert út frá Felli á grundvelli leigusamnings sem hann gerði við aðra landeigendur Fells árið 2000.

Fyrstu ár starfsemi Ice Lagoons var gert út frá vesturbakka Jökulsárlóns, sem er Þjóðlenda, eða þar til sveitarfélagið Hornafjörður bannaði fyrirtækinu að gera þaðan út. Málið er hið flóknasta, en dómsmálin fléttast ofan á hvert annað.

Meirihlutaeigendur jarðarinnar voru því samþykkir árið 2010 að Ice Lagoon fengi aðstöðu undir húskerru á jörðinni til að gera út bátaferðir á Jökulsárlóni. Töldu þeir jákvætt að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu á svæðinu. En eftir andmæli Einars Björns hóf Ice Lagoon að gera út sumarið á eftir, frá vesturbakka Jökulsárlóns árið 2011, í þjóðlendu.

Ferðamenn á Jökulsárlóni. Einar Björn hefur rekið ferðaþjónustuna síðan um ...
Ferðamenn á Jökulsárlóni. Einar Björn hefur rekið ferðaþjónustuna síðan um aldamót. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fékk ekki áframhaldandi stöðuleyfi á þjóðlendunni

„Þetta er búið að vera sjö ára barátta og nú eru dómstólar búnir að staðfesta það sem ég haldið fram alla tíð. Að reksturinn sé búinn að vera löglegur frá fyrsta degi“ segir Ingvar Þórir Geirsson í samtali við mbl.is. „Ég fagna þessari niðurstöðu og nú tekur bara við að byggja upp fyrirtækið á eðlilegum forsendum.“

Sumurin 2011, 2012 og 2013 starfaði Ice Lagoon á þjóðlendunni, á vesturbakka lónsins, en sveitarfélagið Hornafjörður synjaði umsókn fyrirtækisins um að nýta land í þjóðlendunni 2013 og hótaði sveitarfélagið dagsektum ef Ice Lagoon færi ekki af þjóðlendunni. Var miðað við 1. september og hætti fyrirtækið að sigla þá, og varð við kröfu sveitarfélagsins.

Ice Lagoon óskaði eftir stöðuleyfi á austurbakka lónsins fyrir sumarið 2014, þ.e. á jörðinni Felli. Umhverfis- og skipulagsnefnd Hornafjarðar var jákvæð fyrir erindinu að því er fram kom í bréfi til Ice Lagoon, en bent var á að samþykki landeigenda þyrfti að liggja fyrir. Við það virðist umsóknarferlið hafa stöðvast og lauk því án formlegrar ákvörðunar.

Óskaði Ice Lagoon þá aftur um leyfi til að nýta land innan þjóðlendunnar á Vesturbakka lónsins en umsókninni var synjað í bæjarstjórn Hornafjarðar. Fór Ice Lagoon þá með starfsemina inn á jörðina Fell og hóf þar rekstur í júní 2014.

Núverandi þjónustuhús stendur á jörðinni Felli, og er komið til ...
Núverandi þjónustuhús stendur á jörðinni Felli, og er komið til ára sinna. Landeigendur hafa ekki getað komið sér saman um framtíðarskipulag á svæðinu. Ríkið eignaðist jörðina fyrr á árinu. Helgi Bjarnason

Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu á Ice Lagoon

Í upphafi ársins 2014 hafði Einar Björn stefnt Ice Lagoon og sameigendafélagi Fells. Var þess þar krafist að Ice Lagoon yrði bannað að gera út báta með ferðamenn á Jökulsárlóni á landi jarðarinnar Fells á grundvelli samnings Einars við Sameigendafélagið frá apríl 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði ekki í málinu fyrr en í lok apríl 2015.

Sama dag og sýslumaðurinn hafnaði kröfunni var kveðinn upp dómur í enn öðru dómsmáli milli landeigenda Fells, þar sem sameigendafélagið vildi að leigusamningi við Einar Björn frá árinu 2000 yrði rift. Þar var kröfu landeigendafélagsins hafnað.

Þann 13. júní fer Einar Björn fram á það við sýslumanninn á Höfn að lagt yrði lögbann við starfsemi Ice Lagoon á jörðinni felli og að hann yrði krafinn um að fjarlægja öll tæki af jörðinni. Sýslumaður hafnaði kröfunni en tók undir kröfu Einars Björns um að „almennt þurfi að hafa samþykki allra sameigenda jarðarinnar Fells, til að geta stundað atvinnustarfsemi á jörðinni“. Fór krafan fyrir héraðsdóm, en var ekki dómtekin fyrr en í september sama ár vegna sumarleyfa. Úrskurður var kveðinn 22. október 2014 þar sem kröfu um lögbann var synjað.

Hótað 250 þúsund króna dagsektum

Hornafjörður skarst í leikinn í júlí, eftir að sýslumaðurinn hafði synjað lögbannskröfunni og áður en málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Skoraði sveitarfélagið á Ice Lagoon að hætta starfseminni samstundis.

Sagði Björn Ingi Jónsson, sveitarstjóri Hornafjarðar, í samtali við Morgunblaðið 28. júlí 2014 að lögfræðingur sveitarfélagsins hefði gefið þær leiðbeiningar að senda yrði Ice Lagoon bréf og krefjast þess að allur búnaður fyrirtækisins yrði fjarlægður.

Frétt mbl.is: Gert að fjarlægja eignir frá Lóninu

Þá lagði bæjarráð Hornafjarðar dag­sekt­ir á Ice Lagoon frá 1. sept­em­ber sama ár. Námu þær 250 þúsund krónum á hvern dag sem liði án þess að lausamunir fyrirtækisins yrðu fjarlægðir af svæðinu. Fyrirtækið átti bókað í siglingar fram að miðjum september og segir Ingvar Þórir að hann hafi þurft að keyra með búnað fyrirtækisins að morgni og fjarlægja hann að kvöldi til þess að hafa getað staðið við loforð og siglt með fólk sem átti bókað. Ferðir voru hins vegar teknir úr sölu og hætti fyrirtækið að sigla um miðjan september.

Í úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindanefnd úrskurðaði árið 2014 segir að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdsvið sitt með að krefja fyrirtækið um að hætta rekstri. Það hafi ekki slíkar heimildir líkt og þar til bærar stofnanir að fjalla um leyfi sem veitt hafa verið af Ferðamálastofu og Samgöngustofu.

Ingvar segir að framganga sveitarfélagsins í málinu sé dapurleg og sé áfellisdómur yfir störfum þess. Hann bendir á að það sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna samkeppnishamlandi aðgerða, og að fyrirtækin tvö við Jökulsárlón hafi fengið mjög ólíka meðferð hjá sveitarfélaginu. Ice Lagoon flutti til landsins dráttarbíl- og vagn og breytti, til þess að hafa færanlega aðstöðu sumarið 2016 vegna ástandsins á Lóninu.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.

Sumarið 2015 segist Ingvar hafa fengið að vera í friði vegna dómsmáls sem var hjá Héraðsdómi Austurlands, og gat hann siglt að mestu óáreittur það ár frá austurbakkanum.

Í október sama ár var Ice Lagoon bannað að gera út báta með ferðamenn frá Felli með dómi Héraðsóms Reykjavíkur, sem má rekja til stefnunnar í ársbyrjun 2014 og kemur til vegna deilna landeigenda um samninginn, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti í nóvember 2016. Einn dómarinn skilaði þó sératkvæði og sagðist ósammála forsendum og niðurstöðu meirihluta dómenda.

Frétt mbl.is: Dómi um Jökulsárlón snúið við

Frétt mbl.is: Þetta er mikið fagnaðarefni

Þann 27. apríl sl. féllst Héraðsdómur Austurlands á kröfu Ice Lagoon um að ógilda synjun Hornafjarðar á umsókn fyrirtækisins um stöðuleyfi á jörðinni Felli, en henni var hafnað árið 2015. Segir dómurinn að ákvörðun byggingarfulltrúa um synjun leyfisins haldin verulegan efnisannmarka og veigamiklar ástæður þyki ekki mæla gegn niðurstöðunni.

mbl.is

Innlent »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Viðrar vel til hlaupa og flugelda

11:50 Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri á morgun þegar Menningarnótt verður haldin í 22. sinn í Reykjavík. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni ættu því að geta sprett úr spori í ágætu veðri og sömuleiðis getur fólk notið þess að fylgjast með flugeldasýningu síðla kvölds. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

„Finnst þetta besta starf í heimi“

12:38 „Þetta sýnir bara fram á að leikskólakennarar eru að vinna sitt starf af fagmennsku,“ segir varaformaður félags leikskólakennara, um niðurstöður nýlegrar könnunar meðal foreldra leikskólabarna sem sýna að 98 prósent foreldra telja að barninu þeirra líði vel og sé öruggt á leikskólanum Meira »

Barcelona nærri hjarta Íslendinga

11:47 „Við viljum sýna að við stöndum með fólkinu í Katalóníu og Barcelona,“ segir Eric Lluent, sem hefur efnt til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona í gær. Eric er fæddur og uppalinn í borginni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
140 m2 verslunnar-/ þjónustuhúsnæði til
140 m2 verslunar-/ þjónustu-húsnæði til leigu í Hlíðasmára 13. Góður sölustaður....
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...