Flugstjórar fá allar upplýsingar

Þota Primera rann útaf brautinni í lendingunni.
Þota Primera rann útaf brautinni í lendingunni.

Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli er rudd fyrir allar lendingar, þegar snjókoma er, og hemlunarskilyrði mæld. Upplýsingum um mælingarnar er jafnframt komið til flugstjóranna.

Það var gert áður en flugvél Primera Air með 143 innanborðs rann út af brautarenda í lendingu á Keflavíkurflugvelli sl. föstudag, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia.

Guðni segir málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd flugslysa. Nefndin hafi fengið allar upplýsingar hjá Isavia. Snjókoma var þegar vélin lenti. Spurður hvort aðrar vélar hefðu lent í erfiðleikum í lendingu þennan dag sagði Guðni að svo hefði ekki verið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert