„Fólki finnst þungu fargi af sér létt“

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur þegar haft fregnir af …
Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur þegar haft fregnir af fólki sem nýtur góðs af breytingunum á greiðsluþátttökukerfinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar hafa borist fréttir af fólki sem nýtur góðs af breytingunni á greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem tók gildi 1. maí sl. Þetta sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, í umræðu um greiðsluþátttöku sjúklinga á Alþingi nú í dag.

„Þetta er fólk sem áður til dæmis veigraði sér við að leita aðstoðar sjúkraþjálfara,“ sagði Jóna Sólveig. „Fólki sem finnst nú þungu fargi af sér létt og sem treystir sér núna til að leita eftir aðstoð. Þetta er gríðarlega jákvætt og við hljótum að fagna því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert