Vill „alls ekki“ mikinn snjó í Ófærð 2

Baltasar Kormákur er nú á leið til Fiji-eyja að taka ...
Baltasar Kormákur er nú á leið til Fiji-eyja að taka upp kvikmyndina Adrift sem hann mun leikstýra. Að því loknu mun hann snúa sér að Ófærð 2. mbl.is/Golli

Undirbúningur að gerð sjónvarpsþáttanna Ófærð 2 er hafinn. Verið er að velja í hlutverk en margar persónur úr fyrri þáttaröðinni munu mæta til leiks, t.d. lögregluteymið Andri, Hinrika og Ásgeir sem leikin eru af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari Sigurðssyni. „Það munu svo margar nýjar og spennandi persónur koma við sögu,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og framkvæmdastjóri RVK Studios sem framleiðir þættina. Hann lofar því að þættirnir verði mjög „current“ eins og hann orðar það, þ.e. tengist samfélagsmálum nútímans.

Lögregluteymið Andri, Hinrika og Ásgeir sem leikin eru af Ólafi ...
Lögregluteymið Andri, Hinrika og Ásgeir sem leikin eru af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari Sigurðssyni, mætir aftur til leiks í Ófærð 2.

Baltasar er nú á leið til Fiji-eyja til að hefja handa við tökur á kvikmyndinni Adrift sem hann leikstýrir. Myndin byggir á sannri sögu af konu sem verður viðskila við kærasta sinn eftir að stormur sökkvir skipi þeirra á leið til Tahítí. Hún kemst lífs af og segir myndin frá tilraunum hennar til að bjarga sjálfri sér og kærasta sínum í 1.500 mílna sjóferð til Hawaii.

Tökur á Adrift munu standa yfir allt í sumar og að þeim loknum mun Baltasar snúa heim og vinda sér að gerð Ófærðar 2.

- Ertu þá að vonast eftir miklum snjó?

„Nei, alls ekki,“ svarar hann.

- Verður þá ekkert ófært?

„Það verður öðruvísi ófært,“ segir Baltasar leyndardómsfullur. Lítið meira er hægt að draga upp úr honum hvað þetta varðar. „Ég vil segja sem minnst um það núna. En þessir þættir verða öðruvísi. Mig langar ekkert að hafa alla fasta í snjó aftur.“

Þættirnir verða teknir upp á Siglufirði og í Reykjavík. Tökur munu taka um 5-6 mánuði.

Kona í leikstjórahópnum

Baltasar segir að fyrirkomulagið hvað varðar þáttafjölda og leikstjórn verði svipað og í fyrri þáttaröðinni. Þá voru þættirnir tíu og leikstjórarnir fjórir. Nú verður hins breytt til í leikstjórahópnum. Einn fjórmenninganna verður við önnur störf og nýr leikstjóri kemur í hans stað. „Við munum bæta við einum leikstjóra, konu,“ segir Baltasar en hann var gagnrýndur við gerð Ófærðar fyrir að hafa aðeins valið karlkynsleikstjóra til samstarfs. Hann tók undir þá gagnrýni á sínum tíma og sagði hana eiga rétt á sér. Nú verður gerð bót á.

Baltasar segir að enn sé ekki búið að ganga frá samningum við viðkomandi og því geti hann ekki upplýst hver þessi kona sé. „Þetta er ekki aðeins gert til að mæta kröfum um kynjakvóta heldur einfaldlega af því að þessi kona er mjög hæfileikarík.“

Baltasar Kormákur (t.h.) ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra við tökur ...
Baltasar Kormákur (t.h.) ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra við tökur á Ófærð.

Verða sýndir víða um heim

Baltasar vonar að hægt verði að sýna þættina í sjónvarpi þarnæsta vetur, 2018/2019.

Vinsældir Ófærðar voru miklar og barst hróður þeirra langt út fyrir landsteinana. Tugir milljóna manna hafa nú séð þættina sem hlutu lof gagnrýnenda víða. Þetta varð til þess að liðka fyrir allri fjármögnun hvað framhaldsþættina snertir. Þegar er búið að tryggja að Ófærð 2 verði sýnd „um allan heim“ eins og Baltasar orðar það.

mbl.is

Innlent »

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

07:37 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austanverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Dregur úr skattbyrðinni

05:30 Hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi var 36,4% í fyrra, sem skilaði landinu í 15. sæti OECD-ríkja. Alls 35 ríki eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

Léku í auglýsingu Iceland-keðjunnar

05:30 Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip breska verslunarkeðjan Iceland Foods tækifærið og fór í auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem landsliðsmennirnir komu við sögu. Meira »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi úr stjórn Pressunnar. Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar og giftingarhringar frá Ernu
Dömuhringurinn á myndinni er með íolít eðalsteini sem numinn var á Indlandi. Íol...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...