FÁ og Tækniskólinn sameinaðir

Tækniskólinn.
Tækniskólinn. Af vef Tækniskólans

Fjölbrautaskólann í Ármúla og Tækniskólinn verða sameinaðir á næstunni samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV.

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, vildi sem minnst segja þegar fréttastofa RÚV náði tali af honum í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er unnið að sameiningu. Ráðherrann sagði að verið væri að skoða ýmsar leiðir til þess að bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastigi.

Skólameistarar skólanna tveggja vildu ekkert segja um málið þegar að fréttastofa RÚV hafði samband við þá nú í morgun en vísuðu á ráðuneytið. Menntamálaráðherra gaf engin frekari svör og ítrekaði að engin ákvörðun hefði verið tekin og ekkert tilkynnt opinberlega.

Frétt RÚV í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert