Gildi selur í VÍS vegna óánægju

Gildi, lífeyrissjóður.
Gildi, lífeyrissjóður.

Gildi lífeyrissjóður, sem var þriðji stærsti hluthafi VÍS fyrir fáeinum vikum, hefur minnkað hlut sinn um 2,8% vegna óánægju með stjórnarhætti hjá tryggingafélaginu. Hlutur Gildis í VÍS hefur lækkað úr 7% í 4,19%.

„Okkur hugnuðust ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum vill hann ekki upplýsa nánar hvað olli því að tekin var sú ákvörðun að selja bréfin.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir er stjórnarformaður VÍS. Hún á ásamt eiginmanni sínum um 8% í tryggingafélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert