„Fjúkandi illur faðir vildi fá lausn“

Jón Ármann er ekki ánægður með WOW air.
Jón Ármann er ekki ánægður með WOW air.

Jón Ármann Steinsson segir nokkuð ljóst að kvörtunardeild Wow air sé eingöngu til að þreyta fólk og fæla það frá, frekar en að taka á móti kvörtunum „gesta“ flugfélagsins. Jón og dóttir hans lentu í þrætumáli við flugfélagið en höfðu að lokum sigur.

Málið hófst þannig að 19 ára dóttir Jóns var á leið heim frá Bandaríkjunum eftir þriggja vikna dvöl þar. Þegar hún kom á LAX-flugvöllinn í Los Angeles, á leið í flugvél Wow, var hún með meiri farangur en á leiðinni út og þurfti að borga aukalega fyrir hann.

„Samkvæmt vefsíðu Wow máttu bara borga með debet- eða kreditkorti en ekki peningum og hún er með íslenskt debetkort. Íslenska debetkortið er með árituðum númerum en ekki upphleyptum. Henni er sagt á flugvellinum að hún geti ekki borgað með debetkorti en hún var þá ekki búin að kanna hvað stendur á vefsíðunni og er ekkert að rífa kjaft,“ segir Jón. Dóttur hans var bent á að fara í 7/11 og kaupa fyrirframgreitt kreditkort.

Þurfti að taka næstu vél fjórum dögum síðar

Þegar þangað var komið voru kortin uppseld og henni var sagt að finna aðra búð í borginni, til að geta borgað fyrir farangurinn. „Hún fer þá aftur til LA í leigubíl, sem hún borgar með debetkortinu. Það tók langan tíma og þegar hún kemur til baka er búið að loka hliðinu.“

Jón segir að enginn á upplýsingaborðinu hafi getað fundið starfsmann Wow og flugvélin fór sína leið. „Stelpan hringdi í mig og ég næ í starfsmann Wow og útskýri málið. Þá er vélin löngu farin og starfsmaður Wow viðurkennir sök og segir að þeir komi henni heim með næstu vél, sem fer fjórum dögum síðar. Þeir sögðust ætla að gá hvað þeir gætu gert fyrir hana í fjóra daga en ekkert varð úr því.

Jón þurfti að útvega dóttur sinni gistingu í Los Angeles í fjóra daga en sendiráðið aðstoðaði hann við það. Þegar hún kom heim hafði hann aftur samband við Wow og krafði þá um bætur vegna þess, sem var neitað.

Viðurkenndu brot sitt

Ég sagði að þeir gætu ekki komið svona fram, sagst ætla að borga farið heim aftur og það er nóg. Það er ekki svoleiðis. Tala nú ekki um að stelpan fékk áfall við þetta og var alein og grátandi á flugvellinum og ég í stopulu símasambandi við hana að reyna að róa hana. Ríkið bjargaði stelpunni sem Wow hefði átt að gera. Þeir brutu á henni og viðurkenndu það þegar ég talaði við kvörtunardeildina.

Jón setti kvörtun í kvörtunarkerfi Wow þar sem hann varð var við það að honum var markvisst ekki svarað málefnalega. „Þegar ég skrifa hvað er að og bið um lausn og þá svara þeir út í hött, sem hefur ekkert með beiðnina að gera. Ég ítreka og þá svara þeir aftur út í hött. Hluttekning í starfrænu formi er þannig að þeir hafa ekkert lesið það sem ég var að skrifa.

Kerfið hannað til að losna við fólk

Hann gafst upp á kvörtunardeildinni og fór því næst með málið til Samgöngustofu. Hún sendi Wow fyrirspurn og þá tóku þeir við sér og færðu málið yfir í lögfræðideildina. „Þá hafði kvörtunarkerfið ekki borið þann árangur sem það er hannað til að gera; þreyta fólk til að losna við það. Þarna var fjúkandi illur faðir sem vildi fá lausn,“ segir Jón og bætir við að bróðir fyrrverandi eiginkonu hans hafi elst við kvörtunarkerfið í fjórar vikur áður en hann gafst upp. „Ég tel fullvíst að kerfið sé ekki hannað til að leysa úr vandamálum heldur til að losna við þau.“

Jón sagði lögfræðingum Wow að hann væri með bandarískan lögfræðing sem ætlaði að taka málið að sér og hann ætlaði í hart. „Ég ætlaði að fá upptökur af öllum mínum samtölum við Wow, vegna þess að samtöl við Wow eru tekin upp. Ég bíð í rúmlega mánuð og þeir segjast ekki finna upptökurnar. Kerfið var búið að koma í veg fyrir að ég næði lausn og eyðilagði gögn.“

Að lokum samþykktu Jón og dóttir hans skaðabætur. „Við samþykktum 100 þúsund kall, eftir sex til sjö mánuði. Svona á þetta ekki að vera og þetta sýnir að Wow er ekki að hjálpa okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimm flokkar náðu samkomlagi um þinglok

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Gefur ekki upp fjölda úrsagna

15:00 Framsóknarflokkurinn hyggst ekki gefa upp hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, tilkynnti úrsögn úr honum í gær. Þetta segir Einar Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...