„Fjúkandi illur faðir vildi fá lausn“

Jón Ármann er ekki ánægður með WOW air.
Jón Ármann er ekki ánægður með WOW air.

Jón Ármann Steinsson segir nokkuð ljóst að kvörtunardeild Wow air sé eingöngu til að þreyta fólk og fæla það frá, frekar en að taka á móti kvörtunum „gesta“ flugfélagsins. Jón og dóttir hans lentu í þrætumáli við flugfélagið en höfðu að lokum sigur.

Málið hófst þannig að 19 ára dóttir Jóns var á leið heim frá Bandaríkjunum eftir þriggja vikna dvöl þar. Þegar hún kom á LAX-flugvöllinn í Los Angeles, á leið í flugvél Wow, var hún með meiri farangur en á leiðinni út og þurfti að borga aukalega fyrir hann.

„Samkvæmt vefsíðu Wow máttu bara borga með debet- eða kreditkorti en ekki peningum og hún er með íslenskt debetkort. Íslenska debetkortið er með árituðum númerum en ekki upphleyptum. Henni er sagt á flugvellinum að hún geti ekki borgað með debetkorti en hún var þá ekki búin að kanna hvað stendur á vefsíðunni og er ekkert að rífa kjaft,“ segir Jón. Dóttur hans var bent á að fara í 7/11 og kaupa fyrirframgreitt kreditkort.

Þurfti að taka næstu vél fjórum dögum síðar

Þegar þangað var komið voru kortin uppseld og henni var sagt að finna aðra búð í borginni, til að geta borgað fyrir farangurinn. „Hún fer þá aftur til LA í leigubíl, sem hún borgar með debetkortinu. Það tók langan tíma og þegar hún kemur til baka er búið að loka hliðinu.“

Jón segir að enginn á upplýsingaborðinu hafi getað fundið starfsmann Wow og flugvélin fór sína leið. „Stelpan hringdi í mig og ég næ í starfsmann Wow og útskýri málið. Þá er vélin löngu farin og starfsmaður Wow viðurkennir sök og segir að þeir komi henni heim með næstu vél, sem fer fjórum dögum síðar. Þeir sögðust ætla að gá hvað þeir gætu gert fyrir hana í fjóra daga en ekkert varð úr því.

Jón þurfti að útvega dóttur sinni gistingu í Los Angeles í fjóra daga en sendiráðið aðstoðaði hann við það. Þegar hún kom heim hafði hann aftur samband við Wow og krafði þá um bætur vegna þess, sem var neitað.

Viðurkenndu brot sitt

Ég sagði að þeir gætu ekki komið svona fram, sagst ætla að borga farið heim aftur og það er nóg. Það er ekki svoleiðis. Tala nú ekki um að stelpan fékk áfall við þetta og var alein og grátandi á flugvellinum og ég í stopulu símasambandi við hana að reyna að róa hana. Ríkið bjargaði stelpunni sem Wow hefði átt að gera. Þeir brutu á henni og viðurkenndu það þegar ég talaði við kvörtunardeildina.

Jón setti kvörtun í kvörtunarkerfi Wow þar sem hann varð var við það að honum var markvisst ekki svarað málefnalega. „Þegar ég skrifa hvað er að og bið um lausn og þá svara þeir út í hött, sem hefur ekkert með beiðnina að gera. Ég ítreka og þá svara þeir aftur út í hött. Hluttekning í starfrænu formi er þannig að þeir hafa ekkert lesið það sem ég var að skrifa.

Kerfið hannað til að losna við fólk

Hann gafst upp á kvörtunardeildinni og fór því næst með málið til Samgöngustofu. Hún sendi Wow fyrirspurn og þá tóku þeir við sér og færðu málið yfir í lögfræðideildina. „Þá hafði kvörtunarkerfið ekki borið þann árangur sem það er hannað til að gera; þreyta fólk til að losna við það. Þarna var fjúkandi illur faðir sem vildi fá lausn,“ segir Jón og bætir við að bróðir fyrrverandi eiginkonu hans hafi elst við kvörtunarkerfið í fjórar vikur áður en hann gafst upp. „Ég tel fullvíst að kerfið sé ekki hannað til að leysa úr vandamálum heldur til að losna við þau.“

Jón sagði lögfræðingum Wow að hann væri með bandarískan lögfræðing sem ætlaði að taka málið að sér og hann ætlaði í hart. „Ég ætlaði að fá upptökur af öllum mínum samtölum við Wow, vegna þess að samtöl við Wow eru tekin upp. Ég bíð í rúmlega mánuð og þeir segjast ekki finna upptökurnar. Kerfið var búið að koma í veg fyrir að ég næði lausn og eyðilagði gögn.“

Að lokum samþykktu Jón og dóttir hans skaðabætur. „Við samþykktum 100 þúsund kall, eftir sex til sjö mánuði. Svona á þetta ekki að vera og þetta sýnir að Wow er ekki að hjálpa okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...