Sherpa-kássan keimlík kjötsúpunni

Vilborg Arna stefnir á topp Everest-fjalls.
Vilborg Arna stefnir á topp Everest-fjalls. Ljósmynd/Vilborg Arna

Við göngum rösklega til Phading þar sem við ætlum að fá okkur hádegismat á Namaste Lodge en þar hef ég oft verið áður og kynnst þar konu sem vinnur á tehúsinu.“ Á þessum orðum hefst nýjasti pistill Vilborgar Örnu Gissurardóttur, fjallgöngumanns og pólfara, sem nú stefnir á topp Everest-fjalls.

Greinir hún frá því að hún og vinur hennar, Dendi, hafi fengið sér svokallaða Sherpa-kássu í hádegismat, með grænmeti ræktuðu af konunni, Chhiring, og fjölskyldu hennar.

„Þetta er súpa sem er ansi keimlík okkar íslensku kjötsúpu á bragðið, eini munurinn er að það er ekki alltaf kjöt í Sherpa-súpunni. Þetta er uppáhaldshádegismaturinn minn, góð orka og hollur matur en ekki síst er það mikilvægt fyrir kroppinn að innbyrða mikinn vökva þegar ferðast er upp í hæð. Það minnkar líkur á hæðarveiki og auðveldar líkamanum að aðlagast,“ skrifar Vilborg.

Sjá pistil Vilborgar í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert