Vill kjósa um nýja forystu flokksins

Sigurður Ingi Jóhannesson var kosinn formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannesson var kosinn formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Síðustu kosningaúrslit voru ekki nógu góð. Það er óánægja innan flokksins,“ segir Helgi Örlygsson, formaður Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar. Félagið skorar á formann og forystu Framsóknarflokksins að boða sem allra fyrst til flokksþings í ljósi kosningaúrslita. 

Helgi vill að kosið verði aftur um forystu flokksins því „menn eru ósáttir,“ segir hann. Hann vill að flokksmenn komi saman og fari yfir kosningarnar því aðeins almennir flokksmenn geta skorið á hnútinn sem upp er kominn. 

Hann segir jafnframt að framboð Sigurðar Inga Jóhannssonar til formanns hafi verið „siðlaust“ því aðdragandinn hafi verið of stuttur og það hafi ýtt undir ólgu í flokknum. Áður hefur Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar gefið það út að það styddi Sigmund Davíð Gunnlaugsson til áframhaldandi formennsku flokksins. Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga í kosningu um formennsku flokksins.     

„Ég hef enga skýringu á því. Það má líta á framgöngu núverandi formanns. Það var skipt um karl í brúnni og fylgið hrynur,“ segir Helgi spurður um hverja hann telji ástæðuna fyrir því að fylgi Framsóknarflokksins féll í síðustu alþingiskosningum.

Árið 2013 hlaut Framsóknarflokkurinn 24,4% atkvæða en árið 2016 voru þau 11,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert