Áfram í varðhaldi grunaðir um smygl

Efnunum var smyglað til landsins í bifreið sem kom með …
Efnunum var smyglað til landsins í bifreið sem kom með Norrænu. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir pólskir karlmenn á fertugsaldri, sem handteknir voru fyrir að smygla talsverðu magni af sterkum fíkniefnum til landsins, verða áfram í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að framlengja varðhaldið um eina viku til viðbótar.

Fíkniefnin voru fal­in í bif­reið sem ann­ar mann­anna kom með til lands­ins með ferj­unni Nor­rænu. Þetta var á þriðju­dags­kvöld í þarsíðustu viku. Hinn maður­inn var þegar kom­inn til lands­ins. 

Aðrir hafa ekki verið tekn­ir hönd­um í tengsl­um við rann­sókn máls­ins, samkvæmt því sem mbl.is kemst næst. Bifreiðin fór um borð í ferj­una í Hirts­hals á Jótlandi í Dan­mörku. 

Úrskurður Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert