„Íslenska geðveikin“ útskýrð

Hvað felst í þessari „íslensku geðveiki“ sem stundum er vísað í þegar eitthvað af íslensku íþróttalandsliðunum nær góðum árangri? Þetta er ein af spurningunum sem félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson lagði upp með að svara í nýlegri rannsókn sem hann gerði á velgengni íslenskra íþróttalandsliða.

Undanfarinn áratug hafa íslensk landslið í hópíþróttum náð árangri sem er eftirtektarverður. Karla- og kvennalandsliðin í fótbolta hafa verið að komast á stórmót og sömu sögu er að segja af körfuknattleikslandsliðinu. Landslið í hópfimleikum hafa einnig náð frábærum árangri og löng hefð er fyrir góðum árangri í handbolta en á undanförnum áratug hefur hann náð hámarki með verðlaunum á Ólympíuleikum og Evrópumóti.

Viðar lagðist í miklar rannsóknir og tók ótal viðtöl við íþróttamenn og þjálfara ásamt því að greina einstaka leiki og mót. Þá setur hann íslenska íþróttamenningu í samfélagslegt samhengi með tilliti til séríslenskra aðstæðna. Afraksturinn er bókin: Sport in Iceland: How small nations achieve international success en hún kemur út hjá hinni virtu akademísku útgáfu Routledge.

Viðar útskýrði íslenska íþróttaundrið fyrir mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert