Læknar funda aftur í dag

Læknafélag Íslands ræðir við samninganefnd ríkisins í dag.
Læknafélag Íslands ræðir við samninganefnd ríkisins í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Næsti fundur Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins vegna nýs kjarasamnings verður í dag. Fyrri samningur félagsins rann út 30. apríl.

Fundurinn í dag er sá sjöundi í röðinni en síðasti fundur var haldinn á mánudaginn.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélag Íslands, vill ekkert tjá sig um gang viðræðnanna og segir það trúnaðarmál.

Síðasti kjarasamningur var undirritaður í janúar 2015 eftir verkfallsaðgerðir lækna. Spurður hvort það stefni í annað verkfall lækna segir Þorbjörn að síðasta kjaradeila hafi verið erfið. „Við stefnum að því að leysa þetta án verkfalls. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvernig þetta gengur.“

Á tólfta hundrað lækna eru í Lækna­fé­lagi Íslands. Þar af eru 100 skurðlækn­ar en þeirra kjara­samn­ing­ur renn­ur út í ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert