Brátt boðið upp á frystingu eggja

Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá ...
Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá IVF-klíníkinni í Reykjavík fyrsta starfsárið. mbl.is/RAX

Konur geta brátt látið frysta egg sín hér á landi en IVF-klíníkin í Reykjavík ætlar að bjóða upp á þá þjónustu með sumrinu.

Hingað til hafa íslenskar konur þurft að leita til Svíþjóðar eða Danmerkur til að geyma egg, en þær gera það oftast ef þær vilja bíða með barneignir og eiga góð egg þegar að þeim kemur eða vegna þess að þær hafa greinst með sjúkdóm sem getur haft áhrif á frjósemina.

„Í dag getum við bara tekið egg, frjóvgað þau og fryst og ef það er enginn maki til staðar getur verið erfitt að taka svo afgerandi ákvörðun um framtíðina t.d, hvort eigi að þiggja gjafasæði. Það verður mikil framför að bjóða upp á frystingu eggja hér á landi og það mun skapa nýja möguleika fyrir konur sem sjá fram á dalandi eða hverfandi frjósemi," segir Snorri Einarsson kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá IVF-klíníkinni.

40% þungunartíðni

IVF-klíníkin tók til starfa í febrúar 2016 eftir að hafa keypt starfsemi Art Medica. Hún er ásamt sex öðrum klíníkum í Svíþjóð og einni í Noregi hluti af samsteypu sem nefnist IVF Sverige AB. „Við tókum við starfsemi sem var til staðar og raun og veru umbyltum henni algjörlega. Við fluttum úr Kópavogi í Glæsibæ, endurnýjuðum mikið og lögðum okkur fram við að búa til persónulegt og notalegt umhverfi,“ segir Snorri. „Stefnan hjá IVF er að reyna að mæta fólki og fá það til að skilja hvað er verið að gera svo það fari inn í ferlið með raunhæfar væntingar, en geta þessarar frjósemistækni er oft ofmetin.“

Hjá þeim konum sem eiga bestar horfur og fara í meðferð hjá IVF-klíníkinni verða um 40% þungaðar og 30 til 35% eignast börn, en hluti kvenna missir fóstrið. „Þetta eru góðar tölur. Góður árangur er að vera með þungunartíðni um eða yfir 30%, en svo vill maður líka meta það í þeim fósturvísum sem eru frystir, hvernig tekst að frysta þá þannig að þeir haldi lífi eftir frystinguna og hvort það verði þunganir úr þeim. Ef forsendurnar eru nokkuð eðlilegar og ef fólk hefur þolinmæði og þrek til að halda áfram í meðferðum í nokkurn tíma getum við með tímanum hjálpað 80 til 90% af öllum sem til okkar leita,“ segir Snorri.

IVF-klíníkin framkvæmir um 400 til 450 ferskar glasafrjóvganir á ári sem er eðlilegur fjöldi m.v. höfðatölu, að sögn Snorra, og hefur sú tala haldist nokkuð stöðug hér á landi síðustu ár. Glasafrjóvgun er langalgengasta meðferðin, hún skilar bestum árangri og minnstri hættu á fjölburaþungunum og er stærð frjósemisklíníkna metin eftir fjölda þeirra. Í ferskum glasafrjóvgunum eru eggjastokkarnir örvaðir, egg sótt og fósturvísir strax settur upp. Ef það verða til fleiri góðir fósturvísar úr því eru þeir frystir til notkunar síðar ef þarf.

Með hækkandi barneignaraldri kvenna er meiri eftirspurn eftir eggjagjöfum og er nú tveggja ára bið eftir gjafaeggi. „Eggin missa gæði sín eftir því sem konan verður eldri og þær lenda þá oft í því að þurfa að fá gefins egg frá annarri konu. Í dag er tveggja ára bið eftir gjafaeggi hér á landi. Við þurfum fleiri eggjagjafa, íslenskar konur eru gjafmildar og stórhuga en við þurfum fleiri sem vilja stíga skrefið og gefa egg,“ segir Snorri en allar konur sem eru 35 ára eða yngri, frískar og ekki með erfðasjúkdóma geta gefið egg.

Lítið er um sæðisgjafir á Íslandi en góður aðgangur er að sæði í Danmörku. „Við álítum að við höfum ekki bolmagn til að vera með sæðisbanka, svo er líka ákveðinn kostur að sæðið komi annars staðar frá í þetta litla samfélag okkar.“

Betri fósturvísar

Þegar fyrsta ár IVF-klíníkurinnar í Reykjavík er skoðað í samanburði við árangur fyrri ára á Íslandi og aðrar deildir á Norðurlöndunum sýna fyrstu tölur batnandi árangur og betri en hjá mörgum öðrum deildum. Snorri þakkar það breyttum rekstri og tækjafjárfestingum en strax í byrjun voru keyptir sérstakir ræktunarskápar sem fara mjög vel með fósturvísana og gera það auðveldara að velja þá fósturvísa sem eiga bestu möguleikana.

„Í þessum skápum getum við látið fósturvísana vaxa lengur heldur en áður hefur verið hægt, sem er líka forsenda þess að geta valið þá sem eru góðir. Við getum síðan fryst fósturvísa þegar þeir eru komnir miklu lengra heldur en áður var hægt hér á landi og fer sú frystiaðferð betur með þá. Þegar við byrjuðum með IVF-klíníkina fórum við af stað með langan lista yfir þá hluti sem við ætluðum að bæta, við erum komin vel á veg og það er ánægjulegt að sjá að það sem við höfum verið að gera síðasta árið er strax farið að skila betri árangri," segir Snorri.

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...