Brátt boðið upp á frystingu eggja

Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá ...
Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá IVF-klíníkinni í Reykjavík fyrsta starfsárið. mbl.is/RAX

Konur geta brátt látið frysta egg sín hér á landi en IVF-klíníkin í Reykjavík ætlar að bjóða upp á þá þjónustu með sumrinu.

Hingað til hafa íslenskar konur þurft að leita til Svíþjóðar eða Danmerkur til að geyma egg, en þær gera það oftast ef þær vilja bíða með barneignir og eiga góð egg þegar að þeim kemur eða vegna þess að þær hafa greinst með sjúkdóm sem getur haft áhrif á frjósemina.

„Í dag getum við bara tekið egg, frjóvgað þau og fryst og ef það er enginn maki til staðar getur verið erfitt að taka svo afgerandi ákvörðun um framtíðina t.d, hvort eigi að þiggja gjafasæði. Það verður mikil framför að bjóða upp á frystingu eggja hér á landi og það mun skapa nýja möguleika fyrir konur sem sjá fram á dalandi eða hverfandi frjósemi," segir Snorri Einarsson kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá IVF-klíníkinni.

40% þungunartíðni

IVF-klíníkin tók til starfa í febrúar 2016 eftir að hafa keypt starfsemi Art Medica. Hún er ásamt sex öðrum klíníkum í Svíþjóð og einni í Noregi hluti af samsteypu sem nefnist IVF Sverige AB. „Við tókum við starfsemi sem var til staðar og raun og veru umbyltum henni algjörlega. Við fluttum úr Kópavogi í Glæsibæ, endurnýjuðum mikið og lögðum okkur fram við að búa til persónulegt og notalegt umhverfi,“ segir Snorri. „Stefnan hjá IVF er að reyna að mæta fólki og fá það til að skilja hvað er verið að gera svo það fari inn í ferlið með raunhæfar væntingar, en geta þessarar frjósemistækni er oft ofmetin.“

Hjá þeim konum sem eiga bestar horfur og fara í meðferð hjá IVF-klíníkinni verða um 40% þungaðar og 30 til 35% eignast börn, en hluti kvenna missir fóstrið. „Þetta eru góðar tölur. Góður árangur er að vera með þungunartíðni um eða yfir 30%, en svo vill maður líka meta það í þeim fósturvísum sem eru frystir, hvernig tekst að frysta þá þannig að þeir haldi lífi eftir frystinguna og hvort það verði þunganir úr þeim. Ef forsendurnar eru nokkuð eðlilegar og ef fólk hefur þolinmæði og þrek til að halda áfram í meðferðum í nokkurn tíma getum við með tímanum hjálpað 80 til 90% af öllum sem til okkar leita,“ segir Snorri.

IVF-klíníkin framkvæmir um 400 til 450 ferskar glasafrjóvganir á ári sem er eðlilegur fjöldi m.v. höfðatölu, að sögn Snorra, og hefur sú tala haldist nokkuð stöðug hér á landi síðustu ár. Glasafrjóvgun er langalgengasta meðferðin, hún skilar bestum árangri og minnstri hættu á fjölburaþungunum og er stærð frjósemisklíníkna metin eftir fjölda þeirra. Í ferskum glasafrjóvgunum eru eggjastokkarnir örvaðir, egg sótt og fósturvísir strax settur upp. Ef það verða til fleiri góðir fósturvísar úr því eru þeir frystir til notkunar síðar ef þarf.

Með hækkandi barneignaraldri kvenna er meiri eftirspurn eftir eggjagjöfum og er nú tveggja ára bið eftir gjafaeggi. „Eggin missa gæði sín eftir því sem konan verður eldri og þær lenda þá oft í því að þurfa að fá gefins egg frá annarri konu. Í dag er tveggja ára bið eftir gjafaeggi hér á landi. Við þurfum fleiri eggjagjafa, íslenskar konur eru gjafmildar og stórhuga en við þurfum fleiri sem vilja stíga skrefið og gefa egg,“ segir Snorri en allar konur sem eru 35 ára eða yngri, frískar og ekki með erfðasjúkdóma geta gefið egg.

Lítið er um sæðisgjafir á Íslandi en góður aðgangur er að sæði í Danmörku. „Við álítum að við höfum ekki bolmagn til að vera með sæðisbanka, svo er líka ákveðinn kostur að sæðið komi annars staðar frá í þetta litla samfélag okkar.“

Betri fósturvísar

Þegar fyrsta ár IVF-klíníkurinnar í Reykjavík er skoðað í samanburði við árangur fyrri ára á Íslandi og aðrar deildir á Norðurlöndunum sýna fyrstu tölur batnandi árangur og betri en hjá mörgum öðrum deildum. Snorri þakkar það breyttum rekstri og tækjafjárfestingum en strax í byrjun voru keyptir sérstakir ræktunarskápar sem fara mjög vel með fósturvísana og gera það auðveldara að velja þá fósturvísa sem eiga bestu möguleikana.

„Í þessum skápum getum við látið fósturvísana vaxa lengur heldur en áður hefur verið hægt, sem er líka forsenda þess að geta valið þá sem eru góðir. Við getum síðan fryst fósturvísa þegar þeir eru komnir miklu lengra heldur en áður var hægt hér á landi og fer sú frystiaðferð betur með þá. Þegar við byrjuðum með IVF-klíníkina fórum við af stað með langan lista yfir þá hluti sem við ætluðum að bæta, við erum komin vel á veg og það er ánægjulegt að sjá að það sem við höfum verið að gera síðasta árið er strax farið að skila betri árangri," segir Snorri.

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...