Brátt boðið upp á frystingu eggja

Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá ...
Snorri Einarsson er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá IVF-klíníkinni í Reykjavík fyrsta starfsárið. mbl.is/RAX

Konur geta brátt látið frysta egg sín hér á landi en IVF-klíníkin í Reykjavík ætlar að bjóða upp á þá þjónustu með sumrinu.

Hingað til hafa íslenskar konur þurft að leita til Svíþjóðar eða Danmerkur til að geyma egg, en þær gera það oftast ef þær vilja bíða með barneignir og eiga góð egg þegar að þeim kemur eða vegna þess að þær hafa greinst með sjúkdóm sem getur haft áhrif á frjósemina.

„Í dag getum við bara tekið egg, frjóvgað þau og fryst og ef það er enginn maki til staðar getur verið erfitt að taka svo afgerandi ákvörðun um framtíðina t.d, hvort eigi að þiggja gjafasæði. Það verður mikil framför að bjóða upp á frystingu eggja hér á landi og það mun skapa nýja möguleika fyrir konur sem sjá fram á dalandi eða hverfandi frjósemi," segir Snorri Einarsson kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá IVF-klíníkinni.

40% þungunartíðni

IVF-klíníkin tók til starfa í febrúar 2016 eftir að hafa keypt starfsemi Art Medica. Hún er ásamt sex öðrum klíníkum í Svíþjóð og einni í Noregi hluti af samsteypu sem nefnist IVF Sverige AB. „Við tókum við starfsemi sem var til staðar og raun og veru umbyltum henni algjörlega. Við fluttum úr Kópavogi í Glæsibæ, endurnýjuðum mikið og lögðum okkur fram við að búa til persónulegt og notalegt umhverfi,“ segir Snorri. „Stefnan hjá IVF er að reyna að mæta fólki og fá það til að skilja hvað er verið að gera svo það fari inn í ferlið með raunhæfar væntingar, en geta þessarar frjósemistækni er oft ofmetin.“

Hjá þeim konum sem eiga bestar horfur og fara í meðferð hjá IVF-klíníkinni verða um 40% þungaðar og 30 til 35% eignast börn, en hluti kvenna missir fóstrið. „Þetta eru góðar tölur. Góður árangur er að vera með þungunartíðni um eða yfir 30%, en svo vill maður líka meta það í þeim fósturvísum sem eru frystir, hvernig tekst að frysta þá þannig að þeir haldi lífi eftir frystinguna og hvort það verði þunganir úr þeim. Ef forsendurnar eru nokkuð eðlilegar og ef fólk hefur þolinmæði og þrek til að halda áfram í meðferðum í nokkurn tíma getum við með tímanum hjálpað 80 til 90% af öllum sem til okkar leita,“ segir Snorri.

IVF-klíníkin framkvæmir um 400 til 450 ferskar glasafrjóvganir á ári sem er eðlilegur fjöldi m.v. höfðatölu, að sögn Snorra, og hefur sú tala haldist nokkuð stöðug hér á landi síðustu ár. Glasafrjóvgun er langalgengasta meðferðin, hún skilar bestum árangri og minnstri hættu á fjölburaþungunum og er stærð frjósemisklíníkna metin eftir fjölda þeirra. Í ferskum glasafrjóvgunum eru eggjastokkarnir örvaðir, egg sótt og fósturvísir strax settur upp. Ef það verða til fleiri góðir fósturvísar úr því eru þeir frystir til notkunar síðar ef þarf.

Með hækkandi barneignaraldri kvenna er meiri eftirspurn eftir eggjagjöfum og er nú tveggja ára bið eftir gjafaeggi. „Eggin missa gæði sín eftir því sem konan verður eldri og þær lenda þá oft í því að þurfa að fá gefins egg frá annarri konu. Í dag er tveggja ára bið eftir gjafaeggi hér á landi. Við þurfum fleiri eggjagjafa, íslenskar konur eru gjafmildar og stórhuga en við þurfum fleiri sem vilja stíga skrefið og gefa egg,“ segir Snorri en allar konur sem eru 35 ára eða yngri, frískar og ekki með erfðasjúkdóma geta gefið egg.

Lítið er um sæðisgjafir á Íslandi en góður aðgangur er að sæði í Danmörku. „Við álítum að við höfum ekki bolmagn til að vera með sæðisbanka, svo er líka ákveðinn kostur að sæðið komi annars staðar frá í þetta litla samfélag okkar.“

Betri fósturvísar

Þegar fyrsta ár IVF-klíníkurinnar í Reykjavík er skoðað í samanburði við árangur fyrri ára á Íslandi og aðrar deildir á Norðurlöndunum sýna fyrstu tölur batnandi árangur og betri en hjá mörgum öðrum deildum. Snorri þakkar það breyttum rekstri og tækjafjárfestingum en strax í byrjun voru keyptir sérstakir ræktunarskápar sem fara mjög vel með fósturvísana og gera það auðveldara að velja þá fósturvísa sem eiga bestu möguleikana.

„Í þessum skápum getum við látið fósturvísana vaxa lengur heldur en áður hefur verið hægt, sem er líka forsenda þess að geta valið þá sem eru góðir. Við getum síðan fryst fósturvísa þegar þeir eru komnir miklu lengra heldur en áður var hægt hér á landi og fer sú frystiaðferð betur með þá. Þegar við byrjuðum með IVF-klíníkina fórum við af stað með langan lista yfir þá hluti sem við ætluðum að bæta, við erum komin vel á veg og það er ánægjulegt að sjá að það sem við höfum verið að gera síðasta árið er strax farið að skila betri árangri," segir Snorri.

Innlent »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Tvær bílveltur í Norðurárdal

Í gær, 22:10 Tvær bílveltur urðu í Norðurárdal nú í kvöld. Bæði óhöppin áttu sér stað í nágrenni við bæinn Dýrastaði á áttunda tímanum í kvöld með um kílómetra millibili. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

Í gær, 21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

Í gær, 21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

Í gær, 20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

Í gær, 20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

Í gær, 20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

Í gær, 20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

Í gær, 19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

Í gær, 17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

Í gær, 17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Gamli Garður í nefnd

Í gær, 16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

Í gær, 16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

Í gær, 16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

Í gær, 16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Í gær, 15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu á Akureyri.
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu, efri hæð í tvíbýli. L...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...