„Líklega einhver hent út vindlingi“

Margir hafa lagt hönd á plóg í baráttunni við eldinn.
Margir hafa lagt hönd á plóg í baráttunni við eldinn. Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson

„Þetta er mikill reykur og mikill eldur. En þetta er aðeins farið að ganga niður,“ segir Þórður Þórðarson, lögreglumaður á Snæfellsnesi, um sinueldana við Vegamót.

„Þeir eru að ná tökum á þessu í rólegheitum. Þetta er töluvert svæði sem búið er að brenna en þeir hafa náð að verja húsin og gróðrarstöðina. Þeir eru við hana allir núna að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn læsi sig í hana,“ segir Þórður í samtali við mbl.is.

Fjöldi manns hefur lagt hönd á plóg við að ráða niðurlögum eldsins.

„Hér eru slökkvilið frá Grundarfirði, Stykkishólmi, Borgarnesi, Hvanneyri og jafnvel frá fleiri stöðum. Svo eru bændur með haugsugur og allt mögulegt til að aðstoða í baráttunni.“

Upptök sinubrunans eru alveg við veginn að sögn Þórðar.
Upptök sinubrunans eru alveg við veginn að sögn Þórðar. Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson

Upptökin við veginn

Spurður um upptök eldsins segir hann þau vera við veginn.

„Okkur finnst líklegt að einhver hafi hent út vindlingi eða einhverju álíka. Þetta er alveg upp við veginn,“ segir Þórður.

„En þetta er allt að sleppa, nema ósonlagið sennilega.“

Þórður Þórðarson lögregluvarðstjóri í Stykkishólmi.
Þórður Þórðarson lögregluvarðstjóri í Stykkishólmi. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert