Miðar ágætlega

Skurðlæknar að störfum.
Skurðlæknar að störfum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Okkur miðar ágætlega og eftir því sem við hittumst oftar þokast málin í rétta átt,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, spurður um fund með samninganefnd ríkisins.

„Ég vona að þetta endi án átaka en okkur er enn minnisstætt verkfallið fyrir tveimur árum sem var erfitt fyrir alla, sérstaklega lækna sjálfa og sjúklinga,“ segir Þorbjörn, sem vill ekki tjá sig frekar um gang viðræðnanna.

„Það sem fer fram á fundum okkar er trúnaðarmál og ég vil ekki brjóta þann trúnað.“

Fundur Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins í gær var sá sjöundi í röðinni. Næsti fundur er áætlaður á miðvikudaginn í næstu viku, 17. maí.

Á tólfta hundrað lækna er í Læknafélagi Íslands. Þar af eru 100 skurðlæknar, en kjarasamningur þeirra rennur út í ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert