Geta ekki opnað tölvupóstinn sinn

Hluti viðskiptavina Símans hafa ekki getað opnað tölvupóstinn sinn.
Hluti viðskiptavina Símans hafa ekki getað opnað tölvupóstinn sinn. mbl.is/Golli

Hluti viðskiptavina Símans hefur ekki komist inn í pósthólfið sitt í dag líkt og lesandi mbl.is hefur fengið að reyna. Ástæðan er sú að bilun kom upp í búnaði Símans nú í morgun og unnið er að viðgerðum.

Að sögn Gunnhildar Örnu Gunnardóttur, upplýsingafulltrúa Símans, hefur bilunin áhrif á hluta viðskiptavina Símans með tölvupóstþjónustu hjá Símanum og biðst hún velvirðingar vegna óþægindanna. Síminn muni upplýsa þegar komist hefur verið fyrir bilunina.

Uppfært 13.5.2017 kl 9:09: Samkvæmt tilkynningu frá Símanum hefur tekist að laga bilunina. „Bilun hjá Símans er afstaðin. Unnið var að viðgerð fram til klukkan rúmlega eitt í nótt, þegar tókst að komast fyrir hana. Síminn biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindunum sem hún olli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert