Góð saga og trúverðugar persónur

Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk, kunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda, sem ...
Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk, kunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda, sem Birgitte Nyborg Christiansen, forætisráðherra Danmerkur og aðstoðarmaður hennar, Kasper Juul, í Borgen. Ljósmynd DR/Ola Kjelby

Danskar þáttaraðir fyrir sjónvarp hafa slegið í gegn víða um lönd, verið tilnefndar til fjölda verðlauna og víða borið úr sigur býtum á þeim verðlaunavettvangi. Stórmerkilegt þykir í sjónvarpsheiminum að leikið efni á tungumáli sem alls staðar er framandi en textað á skjánum slái í gegn. 

Piv Bernth, yfirmaður leikins efnis hjá DR, segir góða sögu og trúverðugar persónur skipta mestu máli, lykilatriði sé að vera trúr eigin menningarlega bakgrunni og hugsa fyrst og fremst um heimamarkað. Heimsathygli komi í kjölfarið, ekki öfugt.

Rætt er við Bernth í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en hún verður einn frummælenda á ráðstefnu sem Ríkisútvarpið efnir til í vikunni og kallar Fjölmiðlun til framtíðar. Þar og ræðir hún um áherslur Dana á leikið efni og þann árangur sem þeir hafa náð á heimsvísu.

Góður árangur Dana í sjónvarpsbransanum er ekki tilviljun heldur að þakka mikilli, markvissri og góðri vinnu, að sögn Piv Bernth í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Mestu máli skiptir að hafa hugann við heimamarkað; að framleiða efni sem fellur í góðan jarðveg heima fyrir. Aðalatriðið er að góð saga sé sögð og persónurnar áhrifaríkar og trúverðugar. Ef svo er getur efnið orðið vinsælt annars staðar, jafnvel úti um allan heim. Ef menn fara hins vegar af stað með það sérstaklega í huga að framleiða efni til að slá í gegn á heimsvísu held ég það sé dæmt til að mistakast. Í gerð sjónvarpsefnis verða menn alltaf að vera trúir eigin menningarlega bakgrunni og ef vel tekst til getur efnið orðið alþjóðlegt,“ segir Piv Bernth.

„Mér finnst mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fólk er í raun og veru alls staðar eins. Þess vegna getur persóna í leiknu efni, ef hún er áhugaverð, vakið athygli og áhuga fólks hvarvetna. Þar af leiðandi geta Danir, fámenn þjóð sem talar tungumál sem sárafáir skilja, staðið sig vel í harðri, alþjóðlegri samkeppni. Sama má segja um Ísland og önnur lítil lönd. Hvort við stöndum okkur í samkeppni við mun fjölmennari samfélög ræðst einfaldlega af gæðum þess efnis sem við bjóðum upp á.“

Piv Bernth, yfirmaður leikins efnis hjá danska ríkissjónvarpinu, Danmarks Radio.
Piv Bernth, yfirmaður leikins efnis hjá danska ríkissjónvarpinu, Danmarks Radio. Ljósmynd DR

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...