Góð saga og trúverðugar persónur

Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk, kunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda, sem …
Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk, kunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda, sem Birgitte Nyborg Christiansen, forætisráðherra Danmerkur og aðstoðarmaður hennar, Kasper Juul, í Borgen. Ljósmynd DR/Ola Kjelby

Danskar þáttaraðir fyrir sjónvarp hafa slegið í gegn víða um lönd, verið tilnefndar til fjölda verðlauna og víða borið úr sigur býtum á þeim verðlaunavettvangi. Stórmerkilegt þykir í sjónvarpsheiminum að leikið efni á tungumáli sem alls staðar er framandi en textað á skjánum slái í gegn. 

Piv Bernth, yfirmaður leikins efnis hjá DR, segir góða sögu og trúverðugar persónur skipta mestu máli, lykilatriði sé að vera trúr eigin menningarlega bakgrunni og hugsa fyrst og fremst um heimamarkað. Heimsathygli komi í kjölfarið, ekki öfugt.

Rætt er við Bernth í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en hún verður einn frummælenda á ráðstefnu sem Ríkisútvarpið efnir til í vikunni og kallar Fjölmiðlun til framtíðar. Þar og ræðir hún um áherslur Dana á leikið efni og þann árangur sem þeir hafa náð á heimsvísu.

Góður árangur Dana í sjónvarpsbransanum er ekki tilviljun heldur að þakka mikilli, markvissri og góðri vinnu, að sögn Piv Bernth í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Mestu máli skiptir að hafa hugann við heimamarkað; að framleiða efni sem fellur í góðan jarðveg heima fyrir. Aðalatriðið er að góð saga sé sögð og persónurnar áhrifaríkar og trúverðugar. Ef svo er getur efnið orðið vinsælt annars staðar, jafnvel úti um allan heim. Ef menn fara hins vegar af stað með það sérstaklega í huga að framleiða efni til að slá í gegn á heimsvísu held ég það sé dæmt til að mistakast. Í gerð sjónvarpsefnis verða menn alltaf að vera trúir eigin menningarlega bakgrunni og ef vel tekst til getur efnið orðið alþjóðlegt,“ segir Piv Bernth.

„Mér finnst mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fólk er í raun og veru alls staðar eins. Þess vegna getur persóna í leiknu efni, ef hún er áhugaverð, vakið athygli og áhuga fólks hvarvetna. Þar af leiðandi geta Danir, fámenn þjóð sem talar tungumál sem sárafáir skilja, staðið sig vel í harðri, alþjóðlegri samkeppni. Sama má segja um Ísland og önnur lítil lönd. Hvort við stöndum okkur í samkeppni við mun fjölmennari samfélög ræðst einfaldlega af gæðum þess efnis sem við bjóðum upp á.“

Piv Bernth, yfirmaður leikins efnis hjá danska ríkissjónvarpinu, Danmarks Radio.
Piv Bernth, yfirmaður leikins efnis hjá danska ríkissjónvarpinu, Danmarks Radio. Ljósmynd DR
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert