Háskólarnir eru það mikilvægasta

Vigdís Finnbogadóttir .
Vigdís Finnbogadóttir . Ljósmynd Stella Andrea

„Háskólarnir eru það mikilvægasta í heiminum – það mikilvægasta til að varðveita mannkynið,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, á opnum málfundi um framtíðarsýn háskólastigsins á Kex Hostel í fyrrakvöld.  

Að fundinum stóðu ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og ungliðar innan Bjartrar framtíðar. Fulltrúar stúdenta, háskólanna, atvinnulífsins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar tóku þátt í fundinum sem haldinn var undir yfirskriftinni: Uppþornun viskubrunnsins: Hvar endar fjársvelti háskólanna?

Frétt mbl.is: Harma fjársvelti háskólanna

„Ég stend hér sem einarður stuðningsmaður háskólamenntunar í heiminum og þá ekki síst háskólamenntunar á Íslandi. Ég tel að framtíð þessarar þjóðar byggist á þekkingu og kunnáttu á öllum sviðum. Það er aðalsmerki þjóða sem vilja eiga sér gott orðspor og láta taka mark á sér að eiga öfluga háskóla og þegna sem geta miðlað þekkingu til framfara, ekki aðeins á heimaslóðum heldur einnig á alþjóðavettvangi,“ sagði Vigdís. Í því sambandi benti Vigdís á að Sameinuðu þjóðirnar hefðu komið auga á þekkingu okkar Íslendinga á landgræðslu og á nýtingu jarðhita og þeirri þekkingu hefðum við miðlað til annarra þjóða fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. 

Á annarri leið en nágrannalöndin

Fram kom á fundinum að fyrir lægi að háskólastigið á Íslandi hefðu sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug og enn væri töluvert í land til þess að framlög næðu meðatali OECD-ríkjanna og væru órafjarri að vera í samræmi við fjárhagslegt umhverfi sem skólar í nágrannaríkjum okkar byggju við. 

Einnig kom fram að óumdeilt væri meðal framsýnna vestrænna ríkja að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefði bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og myndun nýrra starfa.

„Þetta var góður fundur og umræður fjörugar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en hann flutti einnig ávarp á fundinum, á vef HÍ.

Rektor Háskólans sagði að það væri ekki ný saga að Háskóli Íslands væri undirfjármagnaður. „Árið 2005 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á Háskóla Íslands og komst að þessari niðurstöðu  að skólinn væri hálfdrættingur í fjárframlögum á við Háskólann í Björgvin. Árið 2015 var staða Háskóla Íslands og Háskólans í Björgvin aftur borin saman. Skólarnir eru á svipuðum stað í röðun Times Higher Education World University Rankings en Háskóli Íslands fékk árið 2015 aðeins þriðjung af þeim fjárframlögum sem Háskólinn í Björgvin fékk. Bilið hafði því breikkað verulega á þeim tíma sem liðið hafði þó svo að Háskóli Íslands hafi verið verulega undirfjármagnaður árið 2005. Við erum á annarri leið en nágrannalöndin og þessari þróun þarf að snúa við.“

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar og fulltrúi í Vísinda- og tækniráði, tók þátt í pallborðsumræðum á fundinum. Hún sagði að skýrt hefði komið fram í máli unga fólksins að áhyggjurnar væru miklar af núverandi ástandi þar sem undirfjármögnun á háskólunum hefði staðið afar lengi og ekkert útlit væri fyrir að það myndi breytast. „Það stefnir framtíð unga fólksins í hættu og gerir Ísland ekki að fýsilegum kosti fyrir ungt fólk,“ sagði Steinunn. 

mbl.is

Innlent »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldglæringar í rafmangskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

Í gær, 12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

Í gær, 12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

Í gær, 11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Í gær, 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Í gær, 10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Í gær, 09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

Í gær, 08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

Í gær, 09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

Í gær, 08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

Í gær, 07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Erro
...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...