Háskólarnir eru það mikilvægasta

Vigdís Finnbogadóttir .
Vigdís Finnbogadóttir . Ljósmynd Stella Andrea

„Háskólarnir eru það mikilvægasta í heiminum – það mikilvægasta til að varðveita mannkynið,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, á opnum málfundi um framtíðarsýn háskólastigsins á Kex Hostel í fyrrakvöld.  

Að fundinum stóðu ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og ungliðar innan Bjartrar framtíðar. Fulltrúar stúdenta, háskólanna, atvinnulífsins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar tóku þátt í fundinum sem haldinn var undir yfirskriftinni: Uppþornun viskubrunnsins: Hvar endar fjársvelti háskólanna?

Frétt mbl.is: Harma fjársvelti háskólanna

„Ég stend hér sem einarður stuðningsmaður háskólamenntunar í heiminum og þá ekki síst háskólamenntunar á Íslandi. Ég tel að framtíð þessarar þjóðar byggist á þekkingu og kunnáttu á öllum sviðum. Það er aðalsmerki þjóða sem vilja eiga sér gott orðspor og láta taka mark á sér að eiga öfluga háskóla og þegna sem geta miðlað þekkingu til framfara, ekki aðeins á heimaslóðum heldur einnig á alþjóðavettvangi,“ sagði Vigdís. Í því sambandi benti Vigdís á að Sameinuðu þjóðirnar hefðu komið auga á þekkingu okkar Íslendinga á landgræðslu og á nýtingu jarðhita og þeirri þekkingu hefðum við miðlað til annarra þjóða fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. 

Á annarri leið en nágrannalöndin

Fram kom á fundinum að fyrir lægi að háskólastigið á Íslandi hefðu sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug og enn væri töluvert í land til þess að framlög næðu meðatali OECD-ríkjanna og væru órafjarri að vera í samræmi við fjárhagslegt umhverfi sem skólar í nágrannaríkjum okkar byggju við. 

Einnig kom fram að óumdeilt væri meðal framsýnna vestrænna ríkja að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefði bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og myndun nýrra starfa.

„Þetta var góður fundur og umræður fjörugar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en hann flutti einnig ávarp á fundinum, á vef HÍ.

Rektor Háskólans sagði að það væri ekki ný saga að Háskóli Íslands væri undirfjármagnaður. „Árið 2005 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á Háskóla Íslands og komst að þessari niðurstöðu  að skólinn væri hálfdrættingur í fjárframlögum á við Háskólann í Björgvin. Árið 2015 var staða Háskóla Íslands og Háskólans í Björgvin aftur borin saman. Skólarnir eru á svipuðum stað í röðun Times Higher Education World University Rankings en Háskóli Íslands fékk árið 2015 aðeins þriðjung af þeim fjárframlögum sem Háskólinn í Björgvin fékk. Bilið hafði því breikkað verulega á þeim tíma sem liðið hafði þó svo að Háskóli Íslands hafi verið verulega undirfjármagnaður árið 2005. Við erum á annarri leið en nágrannalöndin og þessari þróun þarf að snúa við.“

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar og fulltrúi í Vísinda- og tækniráði, tók þátt í pallborðsumræðum á fundinum. Hún sagði að skýrt hefði komið fram í máli unga fólksins að áhyggjurnar væru miklar af núverandi ástandi þar sem undirfjármögnun á háskólunum hefði staðið afar lengi og ekkert útlit væri fyrir að það myndi breytast. „Það stefnir framtíð unga fólksins í hættu og gerir Ísland ekki að fýsilegum kosti fyrir ungt fólk,“ sagði Steinunn. 

mbl.is

Innlent »

Fjölmenni á fundi Framfarafélagsins

11:18 Fullt er út úr dyrum á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 11. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðaði stofnun félagsins. Á félagið að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

10:56 Jarðskjálfti af stærð 3,9 varð í Bárðarbunguöskjunni um klukkan 9:36 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að hátt í 600 skjálftar hafi mælst í vikunni sem séu um 100 fleiri en í vikunni á undan. Meira »

Hver verður næsta Syrpurödd?

10:03 Syrpuþonið fer fram í dag í verslun Eymundsson í Kringlunni þar sem hressir krakkar fá tækifæri til þess að spreyta sig á leikupplestri með tilþrifum. Börnin fá ráðleggingar frá hinum þekkta leikara Björgvini Franz Gíslasyni. Meira »

Síldin óvenjusnemma á ferðinni

08:18 Norsk-íslenska síldin er í ár fyrr á ferð í fæðugöngu vestur á bóginn heldur en undanfarinn tæpan aldarfjórðung. Sérfræðingar varast að draga of miklar ályktanir af því þótt síldin finnist einhverjum vikum fyrr heldur en verið hefur. Meira »

Mengun við Miklubrautina

07:57 „Fólk er sífellt stoppandi og takandi af stað og það er þegar ökutæki gefa frá sér mest af mengandi efnum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um mengun á framkvæmdasvæðinu við Miklubraut. Meira »

Geta lokið störfum samkvæmt áætlun

07:37 Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar á Alþingi virðast flestir vera þeirrar skoðunar að Alþingi eigi að geta lokið þingstörfum, samkvæmt starfsáætlun, en áætlunin miðar við að síðasti dagur þinghalds fyrir þinghlé verði miðvikudagurinn 31. maí. Meira »

Hökt í sölu Arion banka

05:30 Söluferli Kaupþings á Arion banka er í uppnámi þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital Management Group, sem tilkynnt var um í mars að keypt hefði 6,6% hlut í bankanum af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Meira »

Þurfa að bíða í 48 mánuði

05:30 Umsækjendum á biðlistum sveitarfélaga eftir félagslegu húsnæði fækkaði heldur á milli áranna 2015 og 2016, samkvæmt könnun Varasjóðs húsnæðismála sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins. Meira »

Andlát: Dóra Guðjónsdóttir Nordal

05:30 Dóra Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og húsfreyja, lést í gær á nítugasta aldursári.   Meira »

Hentar ekki fyrir flugvöll

05:30 Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni myndu verða á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyrir flugvelli. Meira »

Rafrettufrumvarp á úreltum forsendum

05:30 „Þær forsendur sem gefnar eru í frumvarpi ráðherra eru úreltar og byggja á hræðsluáróðri en ekki vísindum,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella veipur (rafrettur) undir sömu reglur og tóbak. Meira »

Hátt verð á íslenskum frímerkjum

05:30 Frímerkjaefni frá Íslandi hefur verið selt fyrir um 157 milljónir króna hjá sænska uppboðshúsinu Postiljonen AB í Malmö á síðustu mánuðum. Meira »

Ástandið verra

05:30 Mörg erlend ungmenni koma hingað til lands til starfsnáms. Þau vinna aðallega við ferðaþjónustu, á gisti- og veitingastöðum og einnig hjá bændum. Störfin eru ólaunuð en ungmennin fá fæði og húsnæði og þurfa að fá uppáskrift vinnuveitanda um að hafa verið hér í starfsnáminu. Meira »

Sigmar og Þóra hætta

Í gær, 22:03 Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir, sem hafa stýrt Útsvarinu síðustu tíu ár, eru hætt sem stjórnendur þáttarins. Þetta tilkynntu þau í lok úrslitaþáttarins í kvöld. Sögðu þau þó að Útsvarið yrði eflaust á sínum stað áfram en mögulega í breyttri mynd. Meira »

Nemendum verði tryggt óbreytt nám

Í gær, 20:42 Nemendum, sem nú stunda nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla, verður tryggt að nám þeirra verði óbreytt komi til sameiningar við Tækniskólann og að þeir geti lokið námi sínu á sömu forsendum og þeir hófu námið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni B. Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans. Meira »

Nær ekkert af makríl

05:30 Auk rannsókna á norsk-íslensku síldinni var magn kolmunna austur og norðaustur af landinu metið í leiðangri Árna Friðrikssonar. Þá voru gerðar umfangsmiklar mælingar til að kanna ástand hafsins og vistkerfisins, m.a. með rannsóknum á magni átustofna. Meira »

Ræða um verðlagið í Costco

Í gær, 21:23 Mikill fólksfjöldi hefur komið í verslun Costco í Garðabæ frá því að hún opnaði á þriðjudaginn og virðist ekkert lát vera á því. Bílaumferðin í nágrenni verslunarinnar hefur verið slík að íbúar á svæðinu sem þurfa að nota sömu vegi og liggja þarna að hafa varla komist heim til sín. Meira »

„Þetta er fáránlegt kerfi“

Í gær, 20:39 „Þetta er í raun fáránlegt kerfi,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en stjórnendur skólans þurfa að skera niður í innritunum um 37,5% frá því á síðasta ári. Þá voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

Tækifæri !!
Tækifæri !!!! Vertu þinn einn herra ! Vefverslun með tvö flott lén og lager t...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður ...
Verkstjóri
Sjávarútvegur
VERKSTJÓRI Síldarvinnslan hf. auglýsir...