Hreiðurgerð í glompum á Nesvelli

Um nokkurra ára skeið hafa nokkur tjaldapör vanið komu sína í glompur á golfvellinum á Seltjarnarnesi. Klúbburinn hefur brugðið á það ráð að gera skilti sem skýla eggjunum og fuglunum fyrir golfkúlum. Golfarar taka fullt tillit til fuglalífsins á vellinum sem er fjölskrúðugt og setur skemmtilegan svip á völlinn.

Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir að pörin séu yfirleitt þau sömu og að þau komi meira að segja í sömu 6-7 glompurnar til að verpa. Í ár hefur mávurinn þó gert þeim lífið leitt og étið nokkur eggin. 

mbl.is kíkti á tjaldana sem hafa komið sér fyrir í sandgryfjunum á golfvellinum á Seltjarnarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert