Aldraðir þurfa félagsskap og nánd

Anna Þrúður, fyrir miðju, svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í ...
Anna Þrúður, fyrir miðju, svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í þjónustu hefðu skilað öldruðum betra lífi Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það hentar ekki öllum að vera heima. Fólk verður að hafa val sem það ræður við fjárhagslega, ef það vill ekki fara inn á hjúkrunarheimili en treystir sér ekki til að vera heima,“ segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands, sem hélt erindi á fundi um stöðu aldraðra sem fór fram í Iðnó á laugardag. Anna svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í þjónustu hefðu skilað öldruðum betra lífi. Anna, sem er áttræð í dag, starfaði í þrjátíu ár hjá öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar og vill meina að ýmislegt hafi breyst til hins verra síðustu ár, í þjónustu við aldraða.

„Það er margt fólk, trúlega meirihlutinn, sem er frískur og vel efnaður og hefur það gott. En það er hópur fólks sem er einmana, glímir við fátækt og heilsubrest og treystir á heimaþjónustu. Þar líður mörgum illa.“ Hún segir of mikla áherslu lagða á að fólki búi heima hjá sér, sama hverjar aðstæðurnar séu, og fái heimahjúkrun frá Heimaþjónustu Reykjavíkur.

„Störf í heimaþjónustu eru illa borguð og fólk vill sjaldnast stoppa í þeim. Margt af starfsfólkinu er erlendar, góðar konur, en tungumálið getur verið vandamál. Ég held samt að þær séu oft nærgætnari en þessar íslensku, sem gera þetta af algjörri neyð. Það hefur líklega aldrei verið eins erfitt að manna heimaþjónustuna,“ segir Anna. Að hennar mati er síður en svo nógu mikill félagskapur af starfsfólki heimaþjónustunnar fyrir aldraða einstæðinga.

Að mati Önnu Þrúðar verður fólk að hafa meira val ...
Að mati Önnu Þrúðar verður fólk að hafa meira val sem það ræður við fjárhagslega. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það fylgir því mikil einsemd þegar fólk býr eitt. Fólk fyllist kjarkleysi og vonleysi. Það er svo erfitt að vera skítblankur og geta ekki veitt sér neitt.“ Hún segir það skipta máli miklu máli fyrir fólk að upplifa nánd og hlýju, að einhver gefi sér tíma til að setjast hjá því og veita umhyggju og athygli.

Konur í sérstaklega erfiðri stöðu

Fólk hafði meira val hér áður fyrr, að sögn Önnu, þegar þjónustuíbúðir voru raunverulegur valkostur fyrir þennan hóp fólks.

„Það vantar eitthvert úrræði á milli þess að búa heima og fara á hjúkrunarheimili, sérstaklega fyrir konur. Þegar maður horfir á konur á mínum aldri, sem fengu ekki barnagæslu, og voru ekki mikið úti á vinnumarkaðnum, þær hafa ekki brjálæðislega mikil eftirlaun margar hverjar. Sjálf var ég lengi formaður Rauða kross Íslands í sjálfboðastarfi og vann hlutastörf.“

Anna segir úrræðin sem eru í boði núna ekki henta þessum konum vegna þess hvað þau eru dýr. „Fólki er vísað á öryggisíbúðir hjá Hrafnistu og víðar, en þar er leigan um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar þú færð innan við 300 þúsund krónur á mánuði, þá er það ansi erfitt.“

Þegar einstaklingur sækir um að komast á hjúkrunarheimili þarf hann að fara í gegnum færni- og heilsumat. En um er að ræða einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. „Þessi færni- og heilsumatshópur hefur svo ferkantaðar reglur. Ég veit að margir eiga mjög erfitt. Það bæði fær ekki mat og ef það fær mat þá er ekkert hjúkrunarheimili til að fara á,“ segir Anna og vísar þar til skorts á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. „Ég legg til að eitt af þessum stóru hótelum verði tekið undir hjúkrunarheimili. Hafa þetta almennilegt á viðráðanlegu verði,“ segir hún kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Stimplar
...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...