Aldraðir þurfa félagsskap og nánd

Anna Þrúður, fyrir miðju, svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í ...
Anna Þrúður, fyrir miðju, svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í þjónustu hefðu skilað öldruðum betra lífi Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það hentar ekki öllum að vera heima. Fólk verður að hafa val sem það ræður við fjárhagslega, ef það vill ekki fara inn á hjúkrunarheimili en treystir sér ekki til að vera heima,“ segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands, sem hélt erindi á fundi um stöðu aldraðra sem fór fram í Iðnó á laugardag. Anna svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í þjónustu hefðu skilað öldruðum betra lífi. Anna, sem er áttræð í dag, starfaði í þrjátíu ár hjá öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar og vill meina að ýmislegt hafi breyst til hins verra síðustu ár, í þjónustu við aldraða.

„Það er margt fólk, trúlega meirihlutinn, sem er frískur og vel efnaður og hefur það gott. En það er hópur fólks sem er einmana, glímir við fátækt og heilsubrest og treystir á heimaþjónustu. Þar líður mörgum illa.“ Hún segir of mikla áherslu lagða á að fólki búi heima hjá sér, sama hverjar aðstæðurnar séu, og fái heimahjúkrun frá Heimaþjónustu Reykjavíkur.

„Störf í heimaþjónustu eru illa borguð og fólk vill sjaldnast stoppa í þeim. Margt af starfsfólkinu er erlendar, góðar konur, en tungumálið getur verið vandamál. Ég held samt að þær séu oft nærgætnari en þessar íslensku, sem gera þetta af algjörri neyð. Það hefur líklega aldrei verið eins erfitt að manna heimaþjónustuna,“ segir Anna. Að hennar mati er síður en svo nógu mikill félagskapur af starfsfólki heimaþjónustunnar fyrir aldraða einstæðinga.

Að mati Önnu Þrúðar verður fólk að hafa meira val ...
Að mati Önnu Þrúðar verður fólk að hafa meira val sem það ræður við fjárhagslega. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það fylgir því mikil einsemd þegar fólk býr eitt. Fólk fyllist kjarkleysi og vonleysi. Það er svo erfitt að vera skítblankur og geta ekki veitt sér neitt.“ Hún segir það skipta máli miklu máli fyrir fólk að upplifa nánd og hlýju, að einhver gefi sér tíma til að setjast hjá því og veita umhyggju og athygli.

Konur í sérstaklega erfiðri stöðu

Fólk hafði meira val hér áður fyrr, að sögn Önnu, þegar þjónustuíbúðir voru raunverulegur valkostur fyrir þennan hóp fólks.

„Það vantar eitthvert úrræði á milli þess að búa heima og fara á hjúkrunarheimili, sérstaklega fyrir konur. Þegar maður horfir á konur á mínum aldri, sem fengu ekki barnagæslu, og voru ekki mikið úti á vinnumarkaðnum, þær hafa ekki brjálæðislega mikil eftirlaun margar hverjar. Sjálf var ég lengi formaður Rauða kross Íslands í sjálfboðastarfi og vann hlutastörf.“

Anna segir úrræðin sem eru í boði núna ekki henta þessum konum vegna þess hvað þau eru dýr. „Fólki er vísað á öryggisíbúðir hjá Hrafnistu og víðar, en þar er leigan um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar þú færð innan við 300 þúsund krónur á mánuði, þá er það ansi erfitt.“

Þegar einstaklingur sækir um að komast á hjúkrunarheimili þarf hann að fara í gegnum færni- og heilsumat. En um er að ræða einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. „Þessi færni- og heilsumatshópur hefur svo ferkantaðar reglur. Ég veit að margir eiga mjög erfitt. Það bæði fær ekki mat og ef það fær mat þá er ekkert hjúkrunarheimili til að fara á,“ segir Anna og vísar þar til skorts á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. „Ég legg til að eitt af þessum stóru hótelum verði tekið undir hjúkrunarheimili. Hafa þetta almennilegt á viðráðanlegu verði,“ segir hún kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skyldu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...