Aldraðir þurfa félagsskap og nánd

Anna Þrúður, fyrir miðju, svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í ...
Anna Þrúður, fyrir miðju, svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í þjónustu hefðu skilað öldruðum betra lífi Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það hentar ekki öllum að vera heima. Fólk verður að hafa val sem það ræður við fjárhagslega, ef það vill ekki fara inn á hjúkrunarheimili en treystir sér ekki til að vera heima,“ segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands, sem hélt erindi á fundi um stöðu aldraðra sem fór fram í Iðnó á laugardag. Anna svaraði spurningunni hvort breyttar áherslu í þjónustu hefðu skilað öldruðum betra lífi. Anna, sem er áttræð í dag, starfaði í þrjátíu ár hjá öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar og vill meina að ýmislegt hafi breyst til hins verra síðustu ár, í þjónustu við aldraða.

„Það er margt fólk, trúlega meirihlutinn, sem er frískur og vel efnaður og hefur það gott. En það er hópur fólks sem er einmana, glímir við fátækt og heilsubrest og treystir á heimaþjónustu. Þar líður mörgum illa.“ Hún segir of mikla áherslu lagða á að fólki búi heima hjá sér, sama hverjar aðstæðurnar séu, og fái heimahjúkrun frá Heimaþjónustu Reykjavíkur.

„Störf í heimaþjónustu eru illa borguð og fólk vill sjaldnast stoppa í þeim. Margt af starfsfólkinu er erlendar, góðar konur, en tungumálið getur verið vandamál. Ég held samt að þær séu oft nærgætnari en þessar íslensku, sem gera þetta af algjörri neyð. Það hefur líklega aldrei verið eins erfitt að manna heimaþjónustuna,“ segir Anna. Að hennar mati er síður en svo nógu mikill félagskapur af starfsfólki heimaþjónustunnar fyrir aldraða einstæðinga.

Að mati Önnu Þrúðar verður fólk að hafa meira val ...
Að mati Önnu Þrúðar verður fólk að hafa meira val sem það ræður við fjárhagslega. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það fylgir því mikil einsemd þegar fólk býr eitt. Fólk fyllist kjarkleysi og vonleysi. Það er svo erfitt að vera skítblankur og geta ekki veitt sér neitt.“ Hún segir það skipta máli miklu máli fyrir fólk að upplifa nánd og hlýju, að einhver gefi sér tíma til að setjast hjá því og veita umhyggju og athygli.

Konur í sérstaklega erfiðri stöðu

Fólk hafði meira val hér áður fyrr, að sögn Önnu, þegar þjónustuíbúðir voru raunverulegur valkostur fyrir þennan hóp fólks.

„Það vantar eitthvert úrræði á milli þess að búa heima og fara á hjúkrunarheimili, sérstaklega fyrir konur. Þegar maður horfir á konur á mínum aldri, sem fengu ekki barnagæslu, og voru ekki mikið úti á vinnumarkaðnum, þær hafa ekki brjálæðislega mikil eftirlaun margar hverjar. Sjálf var ég lengi formaður Rauða kross Íslands í sjálfboðastarfi og vann hlutastörf.“

Anna segir úrræðin sem eru í boði núna ekki henta þessum konum vegna þess hvað þau eru dýr. „Fólki er vísað á öryggisíbúðir hjá Hrafnistu og víðar, en þar er leigan um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar þú færð innan við 300 þúsund krónur á mánuði, þá er það ansi erfitt.“

Þegar einstaklingur sækir um að komast á hjúkrunarheimili þarf hann að fara í gegnum færni- og heilsumat. En um er að ræða einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. „Þessi færni- og heilsumatshópur hefur svo ferkantaðar reglur. Ég veit að margir eiga mjög erfitt. Það bæði fær ekki mat og ef það fær mat þá er ekkert hjúkrunarheimili til að fara á,“ segir Anna og vísar þar til skorts á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. „Ég legg til að eitt af þessum stóru hótelum verði tekið undir hjúkrunarheimili. Hafa þetta almennilegt á viðráðanlegu verði,“ segir hún kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eiskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Skyrpartý í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum. Meira »

Fimm fá rúma 61 milljón króna

Í gær, 19:43 Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi. Meira »

Ímyndunaraflið eina takmarkið

Í gær, 19:32 Bjarni Örn Kristinsson er einn örfárra Íslendinga sem hafa lokið grunnnámi frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem hefur verið talinn besti háskóli heims samkvæmt QS University Ranking. Meira »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

Í gær, 19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Meira »

Allt á floti á Eskifirði

Í gær, 19:33 „Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn. Meira »

Kúnstin að auðga útilíf fjölskyldunnar

Í gær, 19:30 Þær hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir útivist. Áhugi Pálínu Óskar Hraundal hverfist um útilíf fjölskyldunnar í hversdagsleikanum, en háfjallamennska og krefjandi gönguferðir hafa heillað Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

Í gær, 18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Wow Cyclothon

Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Listaverk eftir Sigurjón Ólafsson til sölu
til sölu listaverk eftir Sigurjón Ólafsson. Verkið kallast Sundaborg - frumdrög ...
Ný kerra til sölu
Til sölu yfirbyggð kerra á fjöðrum. Stærð 120*200. Verð 530 þ. Upplýsingar í sím...
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...