Gengið til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini

Árleg vorganga Göngum saman hefst klukkan 11:00 víða um land (og reyndar einnig á Tenerife) í dag en í Reykjavík verður gengið frá Háskólatorgi.

Þetta er tíunda árið sem Göngum saman er með mæðradagsgöngu, en þá er vakin athygli á og farið í fjársöfnun til rannsókna á brjóstakrabbameini. Styrktarfélagið hefur á þessum tíma safnað yfir 70 milljónum til rannsókna, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert