Stjórnlaus vegna ölvunar

mbl.is/Brynjar Gauti

Starfsmenn skemmtistaðar í austurhluta Reykjavíkur óskuðu eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum í nótt vegna ofurölvi konu. Þegar lögregla kom á vettvang var hún búin að  bíta dyravörð og var algjörlega óviðráðanleg að sögn lögreglu. Hún var handtekin og flutt á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún gistir fangageymslur lögreglunnar.

Skömmu fyrir miðnætti stöðvaði lögreglan bifreið við hefðbundið umferðareftirlit í Breiðholti. Við athugun fannst talsvert magn af áfengi, bæði sterkt vín og bjór í bifreiðinni og talsvert af peningum. 

Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Dalveg þar sem tekin var af honum skýrsla vegna málsins. Hann var síðan látinn laus en hald lagt á áfengið og peningana.

Átta ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun eða fíkniefnaneyslu á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum klukkutímum í nótt. Einn þeirra, sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, er sviptur ökuréttindum og eins var hann með fíkniefni á sér. 

Fimm af ökumönnunum eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna en þrír um ölvun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert