Miklar yfirborganir á íbúðum í borginni

Sveinn Eydal, fasteignasali.
Sveinn Eydal, fasteignasali. mbl.is/Sigurður Bogi

Að undanförnu hefur verið algengt að íbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari fyrir 2-5 milljónum króna hærra verð en ásett verð fasteignasala.

Þessu ræður mikil eftirspurn, lítið framboð og vaxandi kaupgeta almennings, segir Sveinn Eydal, fasteignasali hjá Landmark. Hann telur líklegt að verðskrið á fasteignum, sem hefur verið 20% á tveimur árum, stöðvist senn.

Rétta að lýsa sem neyðarástandi

Að blokkaríbúð af algengri stærð hækki í verði um eina til tvær milljónir króna sé óeðlilegt ástand sem hljóti að taka enda, segir Sveinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir stöðuna á fasteignamarkaði í dag vera um margt óvenjulega. Eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum hefur aldrei verið meiri og það sem kemur á söluskrá fer á stundinni. Langvarandi stopp eftir byggingaframkvæmdum eftir hrun myndaði tappa, svo ekki var byggt í þeim mæli sem þörf var fyrir auk þess sem mikill fjöldi eigna, til dæmis í miðborginni, er leigður út til ferðamanna. 

„Á síðustu tveimur árum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 20% sem er svipað og var á árunum  2004-2006. Þá komu rýmri lánamöguleikar markaðnum af stað og hækkuðu verðið, en núna ræðst þetta alfarið af lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Sveinn. „Það vantar íbúðir sakir þess hve lítið hefur verið byggt, verðið er hátt og margir á götunni. Að lýsa þessum aðstæðum sem neyðarástandi eru stór orð en þó rétt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert