Þingmenn rífast líkt og systkini og hjón

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Leví Gunnarsson hætti í dag í stjórn þingflokks Pírata en Ásta Guðrún Helgadóttir hætti sem þingflokksformaður í morgun. Björn segir ákvörðun sína hafa verið tekna í góðu, hann hafi meira að segja stungið upp á því að Smári McCarthy tæki við af honum.

„Ég stakk upp á þessu, er kominn í tvær nefndir og það er nóg að gera. Þetta er hluti af strúktúr sem við erum að fara í. Þetta var ekkert flókið frá mínum bæjardyrum,“ segir Björn í samtali við mbl.is.

„Ég greiddi atkvæði með því að Smári yrði ritari í staðinn, stakk upp á honum meira að segja,“ segir Björn og bætir við að hann telji að samskipti innan þingflokksins verði ekki stirð þótt Ásta Guðrún hafi hætt vegna ágreinings um hvert þingflokkurinn ætti að stefna.

Ég sé ekkert vandamál við það. Mér finnst merkilegt að fólk ætlist til þess að fólk verði ekki ósammála í tíu manna þingflokki þegar systkini og hjón rífast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert