SAF eru fylgjandi bílastæðagjöldum

Samtökin árétta að markmið gjaldtöku þurfi að vera skýrt.
Samtökin árétta að markmið gjaldtöku þurfi að vera skýrt. mbl.is/Kristinn

Samtök ferðaþjónustunnar eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hvers konar virðisaukandi þjónustu, m.a. bílastæðagjöldum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá SAF en fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum sem snúa að bílastæðagjöldum.

Samtökin vilja árétta að markmið slíkrar gjaldtöku þarf að vera skýrt og að gætt sé að samræmingu hvað varðar gjaldtökuna sjálfa. Ekki gangi að gjaldtaka í formi bílastæðagjalda sé stjórnlaus og án alls skipulags og samræmingar.

Þá sé mikilvægt að þær tekjur sem verða til við innheimtu bílastæðagjalda fari sannarlega til uppbyggingar á ferðamannastöðum enda mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar, auðlindina sem ferðaþjónustan byggir á og landsmenn allir vilja njóta.

Samtökin geta ekki sætt sig við lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óskipulagðrar gjaldtöku og skila ekki tilætluðum árangri. Skilvirkt, sanngjarnt og einfalt kerfi er það sem SAF kalla eftir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert