„Spurning hvar við lendum“

AFP

„Við erum allavega komin um borð,“ segir Ellen Calmon í samtali við mbl.is en hún var farþegi í flugvél spænska lággjaldaflugfélagsins Vueling sem var á leið til Íslands í gær frá Barcelona á Spáni þegar ákveðið var að lenda í Glasgow í Skotlandi og snúa síðan aftur til Barcelona. Gefin var sú skýring að veðuskilyrði hefðu verið slæm á Keflavíkurflugvelli.

Frétt mbl.is: „Fólk er orðið úrvinda af þreytu“

Þegar farþegarnir komu loksins til Barcelona í morgun höfðu þeir verið í flugvélinni í um ellefu klukkutíma. Þá þurftu þeir að sækja farangur sinn, fara upp í brottfararsalinn og bíða þar í biðröð í tvær klukkustundir. Fólk er orðið úrvinda af þreytu eftir þetta allt saman að sögn Ellenar. „Spurning hins vegar hvar við lendum,“ segir hún.

Frétt mbl.is: „Við sitjum bara hérna í vélinni“

Vonandi verði þau komin heim til Íslands eftir fjórar klukkustundir sem er sá tími sem flugið á að taka. Ekki sé þó laust við að ferþegar upplifi sig í hálfgerðri óvissuferð eftir reynsluna í gærkvöldi. Ellen furðar sig á þeirri skýringu að veðurfar hafi komið í veg fyrir að flugvél Vueling hafi getað lent í Keflavík þar sem engin önnur vél virðist hafa lent í sama vanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert