Stökk á tækifærið og er nú atvinnumaður

Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku ...
Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku fánalitirnir vekja reglulega athygli. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Fyrir tveimur árum flutti fjallahjólamaðurinn Ingvar Ómarsson til meginlands Evrópu til að eiga betri möguleika á að bæta sig og þróa sig áfram í þessari íþrótt, sem enn er meðal jaðaríþrótta hér á landi þótt áhuginn hafi aukist mikið undanfarin ár. Með fjárhagslegum stuðningi hefur hann náð að gera þetta að starfi sínu og tekur þátt í tugum keppna í Evrópu á hverju ári þar sem margir af bestu fjallahjólamönnum heims keppa á móti honum. mbl.is ræddi við Ingvar um atvinnumennskuævintýrið og keppnishjólreiðar hér á landi.

Ingvar segir að hann hafi fyrst byrjað að hjóla eitthvað af viti árið 2005. „Þá var ég bara að leika mér á BMX-hjóli, fíflast og leika mér,“ segir hann og bætir við að þá hafi keppnir eða æfingar ekki verið ofarlega í huga hans. Þetta breyttist þó og árið 2011 hóf hann að æfa fjalla- og götuhjólreiðar með það að markmiði að verða sterkari sem keppnismaður. „Það var árið sem þetta byrjaði allt.“

Fékk tækifærið árið 2015

Á árunum 2012-2014 var Ingvar í því að vinna sig upp hér heima í hinum ýmsu keppnum. Segir hann að það hafi gengið nokkuð vel og á þremur árum komst hann á toppinn og var í framhaldinu meðal annars valinn hjólreiðamaður Íslands þrjú ár í röð, frá 2014-2016. Árið 2014 segir Ingvar að hafi orðið nokkur kaflaskil. Það ár hafi hann unnið svipað margar keppnir og aðrir keppendur til samans og þá hafi hann gert sér grein fyrir því að ef hann ætlaði að ná lengra þyrfti hann að sækja í umhverfi þar sem hann væri að keppa upp fyrir sig alla daga, eitthvað sem flestir íþróttamenn kannast við vilji þeir ná betri árangri.

Á ferð í fjallahjólabraut.
Á ferð í fjallahjólabraut. Mynd/Ómar Örn Ólafsson

Það var svo árið 2015 sem Ingvar fékk tækifæri sem var eiginlega of gott til að hann gæti sleppt því. Þá bauðst honum að fá fjárhagslegan styrk til að taka hjólreiðaþjálfunina lengra áfram. Ingvar segir að aðalmaðurinn á bak við það hafi verið félagi hans í hjólreiðum, Birgir Ragnarsson sem er yfirlögfræðingur Novators. Það ár fékk hann fjárhagslegt svigrúm til að geta æft sig meira og farið utan að keppa. Upphaflega styrkti Birgir hann persónulega, en eftir að keppnistímabilinu lauk hóf Novator að styrkja hann.

„Við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra“

En það er ekki bara tekjumissir vegna æfinga og kostnaður við keppnisferðir sem leggst til hjá hjólreiðamönnum, því íþróttin og tækjabúnaðurinn sem fylgir henni er ansi dýr. Hjól geta til að mynda kostað nokkur hundruð þúsund krónur og upp í milljónir. Ingvar segir að hann hafi í gegnum árin fengið góðan stuðning frá hjólreiðaversluninni Kríu og hafi alla tíð síðan hjólað á Specialized-hjólum. Þá hafi meðal annars flugfélagið WOW styrkt hann til að ferðast á milli keppna með flugi.

Ingvar í fánalitunum.
Ingvar í fánalitunum. Mynd/Robert Straus

Ingvar lýsir því þannig að þegar hann hjólaði meðfram því að vinna aðra vinnu hafi hann fljótlega fundið að hann var kominn upp að vegg þar sem hann hætti að bæta sig. Sumarið 2015 keppti hann sem fyrr segir í fjölda keppna erlendis og segir Ingvar að það hafi verið mjög lærdómsríkt, „að læra hvernig hjólreiðar virka utan Íslands. Þetta er nokkuð einangrað hér og maður fékk að sjá hvernig við stöndum gagnvart öðrum löndum,“ segir hann. „Ég var snöggur að komast að því að við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra,“ segir Ingvar hlæjandi og bætir við að hér á landi vanti reynslu á við lönd þar sem fjallahjólreiðar hafi verið stundaðar í áratugi.

Æfir fjallahjólreiðar í fjallalausu landi

Eftir sumarið 2015 flutti hann til Hollands og var þá orðinn að fullu atvinnumaður í greininni. Hann bjó í Hollandi í eitt ár en flutti sig svo um set og fór til Danmerkur nú í vetur. Spurður hvort það sé ekki skrítið að æfa fjallahjólreiðar í Danmörku þar sem landið sé ekkert rosalega þekkt fyrir miklar brekkur, hvað þá fjöll. Ingvar segir að Danmörk sé aftur á móti með stórlega vanmetið fjallahjólasamfélag og þá sé aðstaðan þar til fyrirmyndar. „Þó að nafnið segi það þarf ekki beint fjall til að hjóla,“ segir Ingvar og bendir á að fjöldi stórra og góðra brauta sé að finna í Danmörku til dæmis í skógum landsins.

Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar.
Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar. Mynd/Snorri Þór Tryggvason


„Þetta er ekki Sviss eða Frakkland, en með þessu er ég nálægt Íslandi, þetta er ekki mjög dýrt land, það er gott veðurfar og allar hér eru allar aðstæður til að æfa. Þá er stutt í lönd til að keppa í,“ segir Ingvar, en langflest alþjóðleg mót í greininni eru í Evrópu sem er einskonar Mekka íþróttarinnar.

Þarf að búa til allt ferlið sjálfur

Spurður um framtíðina og hvert hann telji sig geta náð í greininni segir Ingvar að erfitt sé að sjá langt fram veginn, sérstaklega þar sem hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fari þessa leið í þessari íþrótt. Það sé ekki eins og með fótbolta eða handbolta þar sem tugir eða hundruð leikmanna hafa áður farið út til að spreyta sig og geti í dag veitt ráðleggingar eða að umboðsmenn sjái um framtíðarmálin.

Ingvar segir að fjallahjólreiðar séu ekki eins og hópíþróttir að því leyti að menn séu ekkert endilega alltaf í liðum, enda gagnast það mönnum lítið í keppninni sjálfri, fyrir utan utanumhald og slíkt. Götuhjólreiðar séu til dæmis allt annars eðlis þar sem keppendur í sama liði vinni oft saman til að gera einum liðsmanni kleift að vinna.

Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ...
Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ári. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Í ár eru samt smáþjóðaleikarnir og Evrópumótið framundan og segir Ingvar að í grunninn vilji hann halda áfram að verða betri og betri. Langtíma planið sé þó að hanga inni í atvinnumennsku eins lengi og hann geti, en það muni auðvitað kosta að hann þurfi að búa til ferlið sjálfur enda hafi hann litla umgjörð í kringum sig.

Getur verið kostur að vera Íslendingur í hjólreiðum

Hann segir það að vera Íslending þó hjálpa honum áfram í þssari grein. Flestir mótherjar hans hafi til dæmis aldrei áður keppt á móti Íslendingum og hann hafi nokkrum sinnum lent í því að á mótum hafi aðrir keppendur sagst muna eftir honum út af fánalitunum á búningnum hans.

Ingvar hefur bæði keppt í minni mótum og stórum alþjóðlegum keppnum í Evrópu síðan hann flutti út. Hann segir að þó að það sé alltaf skemmtilegt að keppa í stærstu keppnunum, þá þurfi að vera smá jafnvægi í þeim keppnum sem hann taki þátt í. Stóru mótin skili sér í meiri reynslu á stóra sviðinu, en í minni mótunum hafi hann betri möguleika á að enda ofarlega og þá jafnvel næla sér í peningaverðlaun. Slík mót séu jafnframt oft stökkpallur inn á stærri mót.

Bjartsýnn á næstu kynslóðir

Í ár gerir hann ráð fyrir því að keppa samtals í 20-30 mótum víða um Evrópu, en það er allt frá því að vera heimsbikarmót og yfir í smærri keppnir í Danmörku. Stefnan hjá Ingvari er að taka þátt í 3-4 heimsbikarmótum af um 9 samtals í ár. Flestar keppnirnar sem Ingvar tekur þátt í eru styttri keppnir, eða 90 mínútna keppnir. Aftur á móti tekur hann líka þátt í maraþonfjallahjólamótum og þá er keppt í 4-5 klukkustundir. Ingvar segir að hann stefni á Evrópumótið í báðum greinum á þessu ári. „Það er sem sagt nóg að gera,“ segir hann.

Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í hjólaíþróttum hér á landi og segir Ingvar að þegar hann hafi byrjað í íþróttinni hafi engum dottið í hug að Íslendingar gætu náð eitthvað langt erlendis. „Ég er nokkuð viss um að það er meira að gerast núna. En af því að við erum að horfa á krakka og unglinga tekur þetta nokkur ár,“ segir hann, en nokkrir af þeim sem eru yngri í íþróttinni hafa flutt út eða eru að vinna í að komast út og ná lengra í hjólreiðum að sögn Ingvars. „Næsta kynslóð lítur vel út og ég held að þetta sé allt þar,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni

10:44 Jón Ásgeir Jóhannesson segir gögn sem hann leggur fram á heimasíðu sinni sýna fram á óheiðarleika Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Svarar hann þar með orðum Gríms í viðtali á Rás 2 um helgina þar sem Grímur sagðist ósáttur með að vera sagður óheiðarlegur. Meira »

38 mál á dagskrá Alþingis í dag

10:30 Þrjátíu og átta mál eru á dagskrá Alþingis í dag en þingfundur hófst kl. 10. Enn er stefnt að þinglokum á morgun. Meðal umdeildra mála sem ekki eru á dagskrá þingsins í dag eru áfengisfrumvarpið og tálmunarfrumvarpið en þar er hins vegar að finna fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga. Meira »

Segir gæslu og búnað hafa verið í lagi

10:20 Forstöðumaður Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði, þar sem ungum dreng var bjargað frá drukknun á sunnudag, segir að ekki hafi skort á gæslu þegar atvikið átti sér stað. Þá sé myndavélabúnaður laugarinnar í góðu standi. Meira »

Leiguverð hækkað um 73,8% frá 2011

10:01 Leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 74% frá því í janúar 2011. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands. Meira »

Gervigreind kann að snarfækka störfum

08:18 Hröð þróun gervigreindar mun hafa mikil áhrif á íslenskan vinnumarkað innan fárra ára. Hin nýja tækni felur í sér ógnir og tækifæri sem íslenskt samfélag þarf að bregðast við. Meira »

Skoða botndýr og bakkagróður betur

07:57 Tillaga að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum Hólsvirkjunar í Fnjóskadal er nú í umsagnarferli. Um er að ræða 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs nyrst í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit sem fyrirtækið Arctic Hydro ehf. Meira »

Túnið fær aldrei hvíld

07:24 „Það eru flestallir sem virða svona lokanir og fylgja þeirri stýringu sem við setjum upp á svæðinu, en það eru alltaf einhverjir svartir sauðir,“ segir Hákon Ásgeirsson, landvörður hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Á 5. tug verkefna í vegagerð

07:37 Vegagerðin hefur birt uppfært kort sem sýnir helstu verk í vega- og brúargerð sem unnið verður að á þessu ári. Þar eru talin upp á fimmta tug verkefna. Meira »

Vætutíð og vindasamt

06:57 Spáð er austanátt, víða 8-13 m/s, og rigningu í dag en norðaustan 10-18 á Vestfjörðum síðdegis. Austanstrekkingur við norðurströndina á morgun, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og stöku skúrir, en rigning í fyrstu á N- og A-landi. Hiti 6 til 14 stig. Meira »

Stefnan ekki sett á 2% af VLF

05:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir viðmið NATO um að bandalagsríki verji 2% af landsframleiðslu til varnarmála ekki eiga við Ísland enda sé það ætlað þjóðum með herafla.. Meira »

Reyna að hreinsa Andakílsá

05:30 Orka náttúrunnar mun á næstu dögum hefja tilraunir með það hvernig best er að hreinsa Andakílsá, eftir setið sem lagðist yfir botn og fyllti hylji þegar hleypt var úr lóni Andakílsárvirkjunar. Meira »

Lendingarpallur við öll heimili

05:30 Vöruflutningadrónar munu fylgja næstu tæknibyltingu, að sögn Ólafs Andra Ragnarssonar, frumkvöðuls og aðjunkts í nýtækni og nýsköpun við HR. Meira »

Laun og álag fæla nema frá

05:30 „Langflestir í útskriftarárganginum ætla að fara að vinna einhvers staðar annars staðar,“ segir Sunneva Björk Gunnarsdóttir, formaður Curator, félags hjúkrunarnema við Háskóla Íslands. Meira »

Hlauparinn fundinn heill á húfi

00:01 Hlauparinn sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitað að á og við Helgafell um tíu í kvöld er fundinn. Er hann heill á húfi en kaldur enda rigning og rok á svæðinu. Meira »

Viðreisn segir: „Nei, takk, bless“

Í gær, 22:20 Pawel Bartoszek, þingmanni Viðreisnar, þykir málum er varða erlenda ríkisborgara sem hingað koma, ekki hafa miðað nægilega hratt á þinginu sem er að ljúka. „Við höfum aðallega verið að laga augljósa galla á nýsettum útlendingalögum sbr. frumvörp um dvalarleyfi maka og skiptinema.“ Meira »

Hrefnuveiðin fer illa af stað

05:30 Hrefnuveiðar þetta vorið hafa ekki farið vel af stað í Faxaflóa, því enn hefur ekki ein einasta hrefna veiðst.  Meira »

Leita hlaupara við Helgafell

Í gær, 22:53 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til leitar að hlaupara, á eða við Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Maðurinn varð viðskila við annan hlaupafélaga sinn á fjallinu og ekki hefur náðst samband við hann eftir það. Meira »

„Gott að vinna með Ögmundi“

Í gær, 22:19 „Ég ætla ekki að fjalla um það núna hvað við erum góð í meirihlutanum og hvað þið eruð slöpp í minnihlutanum.“ Á þessum orðum hófst ræða Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér i...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Hyundai i30
Til sölu Hyundai i30 árg. 2014, diesel, beinskiptur með álfelgum. Ekinn 37.500...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódelge...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Síldarvinnslunnar...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður ...