Stökk á tækifærið og er nú atvinnumaður

Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku ...
Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku fánalitirnir vekja reglulega athygli. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Fyrir tveimur árum flutti fjallahjólamaðurinn Ingvar Ómarsson til meginlands Evrópu til að eiga betri möguleika á að bæta sig og þróa sig áfram í þessari íþrótt, sem enn er meðal jaðaríþrótta hér á landi þótt áhuginn hafi aukist mikið undanfarin ár. Með fjárhagslegum stuðningi hefur hann náð að gera þetta að starfi sínu og tekur þátt í tugum keppna í Evrópu á hverju ári þar sem margir af bestu fjallahjólamönnum heims keppa á móti honum. mbl.is ræddi við Ingvar um atvinnumennskuævintýrið og keppnishjólreiðar hér á landi.

Ingvar segir að hann hafi fyrst byrjað að hjóla eitthvað af viti árið 2005. „Þá var ég bara að leika mér á BMX-hjóli, fíflast og leika mér,“ segir hann og bætir við að þá hafi keppnir eða æfingar ekki verið ofarlega í huga hans. Þetta breyttist þó og árið 2011 hóf hann að æfa fjalla- og götuhjólreiðar með það að markmiði að verða sterkari sem keppnismaður. „Það var árið sem þetta byrjaði allt.“

Fékk tækifærið árið 2015

Á árunum 2012-2014 var Ingvar í því að vinna sig upp hér heima í hinum ýmsu keppnum. Segir hann að það hafi gengið nokkuð vel og á þremur árum komst hann á toppinn og var í framhaldinu meðal annars valinn hjólreiðamaður Íslands þrjú ár í röð, frá 2014-2016. Árið 2014 segir Ingvar að hafi orðið nokkur kaflaskil. Það ár hafi hann unnið svipað margar keppnir og aðrir keppendur til samans og þá hafi hann gert sér grein fyrir því að ef hann ætlaði að ná lengra þyrfti hann að sækja í umhverfi þar sem hann væri að keppa upp fyrir sig alla daga, eitthvað sem flestir íþróttamenn kannast við vilji þeir ná betri árangri.

Á ferð í fjallahjólabraut.
Á ferð í fjallahjólabraut. Mynd/Ómar Örn Ólafsson

Það var svo árið 2015 sem Ingvar fékk tækifæri sem var eiginlega of gott til að hann gæti sleppt því. Þá bauðst honum að fá fjárhagslegan styrk til að taka hjólreiðaþjálfunina lengra áfram. Ingvar segir að aðalmaðurinn á bak við það hafi verið félagi hans í hjólreiðum, Birgir Ragnarsson sem er yfirlögfræðingur Novators. Það ár fékk hann fjárhagslegt svigrúm til að geta æft sig meira og farið utan að keppa. Upphaflega styrkti Birgir hann persónulega, en eftir að keppnistímabilinu lauk hóf Novator að styrkja hann.

„Við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra“

En það er ekki bara tekjumissir vegna æfinga og kostnaður við keppnisferðir sem leggst til hjá hjólreiðamönnum, því íþróttin og tækjabúnaðurinn sem fylgir henni er ansi dýr. Hjól geta til að mynda kostað nokkur hundruð þúsund krónur og upp í milljónir. Ingvar segir að hann hafi í gegnum árin fengið góðan stuðning frá hjólreiðaversluninni Kríu og hafi alla tíð síðan hjólað á Specialized-hjólum. Þá hafi meðal annars flugfélagið WOW styrkt hann til að ferðast á milli keppna með flugi.

Ingvar í fánalitunum.
Ingvar í fánalitunum. Mynd/Robert Straus

Ingvar lýsir því þannig að þegar hann hjólaði meðfram því að vinna aðra vinnu hafi hann fljótlega fundið að hann var kominn upp að vegg þar sem hann hætti að bæta sig. Sumarið 2015 keppti hann sem fyrr segir í fjölda keppna erlendis og segir Ingvar að það hafi verið mjög lærdómsríkt, „að læra hvernig hjólreiðar virka utan Íslands. Þetta er nokkuð einangrað hér og maður fékk að sjá hvernig við stöndum gagnvart öðrum löndum,“ segir hann. „Ég var snöggur að komast að því að við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra,“ segir Ingvar hlæjandi og bætir við að hér á landi vanti reynslu á við lönd þar sem fjallahjólreiðar hafi verið stundaðar í áratugi.

Æfir fjallahjólreiðar í fjallalausu landi

Eftir sumarið 2015 flutti hann til Hollands og var þá orðinn að fullu atvinnumaður í greininni. Hann bjó í Hollandi í eitt ár en flutti sig svo um set og fór til Danmerkur nú í vetur. Spurður hvort það sé ekki skrítið að æfa fjallahjólreiðar í Danmörku þar sem landið sé ekkert rosalega þekkt fyrir miklar brekkur, hvað þá fjöll. Ingvar segir að Danmörk sé aftur á móti með stórlega vanmetið fjallahjólasamfélag og þá sé aðstaðan þar til fyrirmyndar. „Þó að nafnið segi það þarf ekki beint fjall til að hjóla,“ segir Ingvar og bendir á að fjöldi stórra og góðra brauta sé að finna í Danmörku til dæmis í skógum landsins.

Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar.
Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar. Mynd/Snorri Þór Tryggvason


„Þetta er ekki Sviss eða Frakkland, en með þessu er ég nálægt Íslandi, þetta er ekki mjög dýrt land, það er gott veðurfar og allar hér eru allar aðstæður til að æfa. Þá er stutt í lönd til að keppa í,“ segir Ingvar, en langflest alþjóðleg mót í greininni eru í Evrópu sem er einskonar Mekka íþróttarinnar.

Þarf að búa til allt ferlið sjálfur

Spurður um framtíðina og hvert hann telji sig geta náð í greininni segir Ingvar að erfitt sé að sjá langt fram veginn, sérstaklega þar sem hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fari þessa leið í þessari íþrótt. Það sé ekki eins og með fótbolta eða handbolta þar sem tugir eða hundruð leikmanna hafa áður farið út til að spreyta sig og geti í dag veitt ráðleggingar eða að umboðsmenn sjái um framtíðarmálin.

Ingvar segir að fjallahjólreiðar séu ekki eins og hópíþróttir að því leyti að menn séu ekkert endilega alltaf í liðum, enda gagnast það mönnum lítið í keppninni sjálfri, fyrir utan utanumhald og slíkt. Götuhjólreiðar séu til dæmis allt annars eðlis þar sem keppendur í sama liði vinni oft saman til að gera einum liðsmanni kleift að vinna.

Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ...
Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ári. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Í ár eru samt smáþjóðaleikarnir og Evrópumótið framundan og segir Ingvar að í grunninn vilji hann halda áfram að verða betri og betri. Langtíma planið sé þó að hanga inni í atvinnumennsku eins lengi og hann geti, en það muni auðvitað kosta að hann þurfi að búa til ferlið sjálfur enda hafi hann litla umgjörð í kringum sig.

Getur verið kostur að vera Íslendingur í hjólreiðum

Hann segir það að vera Íslending þó hjálpa honum áfram í þssari grein. Flestir mótherjar hans hafi til dæmis aldrei áður keppt á móti Íslendingum og hann hafi nokkrum sinnum lent í því að á mótum hafi aðrir keppendur sagst muna eftir honum út af fánalitunum á búningnum hans.

Ingvar hefur bæði keppt í minni mótum og stórum alþjóðlegum keppnum í Evrópu síðan hann flutti út. Hann segir að þó að það sé alltaf skemmtilegt að keppa í stærstu keppnunum, þá þurfi að vera smá jafnvægi í þeim keppnum sem hann taki þátt í. Stóru mótin skili sér í meiri reynslu á stóra sviðinu, en í minni mótunum hafi hann betri möguleika á að enda ofarlega og þá jafnvel næla sér í peningaverðlaun. Slík mót séu jafnframt oft stökkpallur inn á stærri mót.

Bjartsýnn á næstu kynslóðir

Í ár gerir hann ráð fyrir því að keppa samtals í 20-30 mótum víða um Evrópu, en það er allt frá því að vera heimsbikarmót og yfir í smærri keppnir í Danmörku. Stefnan hjá Ingvari er að taka þátt í 3-4 heimsbikarmótum af um 9 samtals í ár. Flestar keppnirnar sem Ingvar tekur þátt í eru styttri keppnir, eða 90 mínútna keppnir. Aftur á móti tekur hann líka þátt í maraþonfjallahjólamótum og þá er keppt í 4-5 klukkustundir. Ingvar segir að hann stefni á Evrópumótið í báðum greinum á þessu ári. „Það er sem sagt nóg að gera,“ segir hann.

Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í hjólaíþróttum hér á landi og segir Ingvar að þegar hann hafi byrjað í íþróttinni hafi engum dottið í hug að Íslendingar gætu náð eitthvað langt erlendis. „Ég er nokkuð viss um að það er meira að gerast núna. En af því að við erum að horfa á krakka og unglinga tekur þetta nokkur ár,“ segir hann, en nokkrir af þeim sem eru yngri í íþróttinni hafa flutt út eða eru að vinna í að komast út og ná lengra í hjólreiðum að sögn Ingvars. „Næsta kynslóð lítur vel út og ég held að þetta sé allt þar,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...