Stökk á tækifærið og er nú atvinnumaður

Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku ...
Ingvar hefur keppt í fjölmörgum mótum erlendis undanfarin ár. Íslensku fánalitirnir vekja reglulega athygli. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Fyrir tveimur árum flutti fjallahjólamaðurinn Ingvar Ómarsson til meginlands Evrópu til að eiga betri möguleika á að bæta sig og þróa sig áfram í þessari íþrótt, sem enn er meðal jaðaríþrótta hér á landi þótt áhuginn hafi aukist mikið undanfarin ár. Með fjárhagslegum stuðningi hefur hann náð að gera þetta að starfi sínu og tekur þátt í tugum keppna í Evrópu á hverju ári þar sem margir af bestu fjallahjólamönnum heims keppa á móti honum. mbl.is ræddi við Ingvar um atvinnumennskuævintýrið og keppnishjólreiðar hér á landi.

Ingvar segir að hann hafi fyrst byrjað að hjóla eitthvað af viti árið 2005. „Þá var ég bara að leika mér á BMX-hjóli, fíflast og leika mér,“ segir hann og bætir við að þá hafi keppnir eða æfingar ekki verið ofarlega í huga hans. Þetta breyttist þó og árið 2011 hóf hann að æfa fjalla- og götuhjólreiðar með það að markmiði að verða sterkari sem keppnismaður. „Það var árið sem þetta byrjaði allt.“

Fékk tækifærið árið 2015

Á árunum 2012-2014 var Ingvar í því að vinna sig upp hér heima í hinum ýmsu keppnum. Segir hann að það hafi gengið nokkuð vel og á þremur árum komst hann á toppinn og var í framhaldinu meðal annars valinn hjólreiðamaður Íslands þrjú ár í röð, frá 2014-2016. Árið 2014 segir Ingvar að hafi orðið nokkur kaflaskil. Það ár hafi hann unnið svipað margar keppnir og aðrir keppendur til samans og þá hafi hann gert sér grein fyrir því að ef hann ætlaði að ná lengra þyrfti hann að sækja í umhverfi þar sem hann væri að keppa upp fyrir sig alla daga, eitthvað sem flestir íþróttamenn kannast við vilji þeir ná betri árangri.

Á ferð í fjallahjólabraut.
Á ferð í fjallahjólabraut. Mynd/Ómar Örn Ólafsson

Það var svo árið 2015 sem Ingvar fékk tækifæri sem var eiginlega of gott til að hann gæti sleppt því. Þá bauðst honum að fá fjárhagslegan styrk til að taka hjólreiðaþjálfunina lengra áfram. Ingvar segir að aðalmaðurinn á bak við það hafi verið félagi hans í hjólreiðum, Birgir Ragnarsson sem er yfirlögfræðingur Novators. Það ár fékk hann fjárhagslegt svigrúm til að geta æft sig meira og farið utan að keppa. Upphaflega styrkti Birgir hann persónulega, en eftir að keppnistímabilinu lauk hóf Novator að styrkja hann.

„Við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra“

En það er ekki bara tekjumissir vegna æfinga og kostnaður við keppnisferðir sem leggst til hjá hjólreiðamönnum, því íþróttin og tækjabúnaðurinn sem fylgir henni er ansi dýr. Hjól geta til að mynda kostað nokkur hundruð þúsund krónur og upp í milljónir. Ingvar segir að hann hafi í gegnum árin fengið góðan stuðning frá hjólreiðaversluninni Kríu og hafi alla tíð síðan hjólað á Specialized-hjólum. Þá hafi meðal annars flugfélagið WOW styrkt hann til að ferðast á milli keppna með flugi.

Ingvar í fánalitunum.
Ingvar í fánalitunum. Mynd/Robert Straus

Ingvar lýsir því þannig að þegar hann hjólaði meðfram því að vinna aðra vinnu hafi hann fljótlega fundið að hann var kominn upp að vegg þar sem hann hætti að bæta sig. Sumarið 2015 keppti hann sem fyrr segir í fjölda keppna erlendis og segir Ingvar að það hafi verið mjög lærdómsríkt, „að læra hvernig hjólreiðar virka utan Íslands. Þetta er nokkuð einangrað hér og maður fékk að sjá hvernig við stöndum gagnvart öðrum löndum,“ segir hann. „Ég var snöggur að komast að því að við erum ekkert rosalega góð miðað við aðra,“ segir Ingvar hlæjandi og bætir við að hér á landi vanti reynslu á við lönd þar sem fjallahjólreiðar hafi verið stundaðar í áratugi.

Æfir fjallahjólreiðar í fjallalausu landi

Eftir sumarið 2015 flutti hann til Hollands og var þá orðinn að fullu atvinnumaður í greininni. Hann bjó í Hollandi í eitt ár en flutti sig svo um set og fór til Danmerkur nú í vetur. Spurður hvort það sé ekki skrítið að æfa fjallahjólreiðar í Danmörku þar sem landið sé ekkert rosalega þekkt fyrir miklar brekkur, hvað þá fjöll. Ingvar segir að Danmörk sé aftur á móti með stórlega vanmetið fjallahjólasamfélag og þá sé aðstaðan þar til fyrirmyndar. „Þó að nafnið segi það þarf ekki beint fjall til að hjóla,“ segir Ingvar og bendir á að fjöldi stórra og góðra brauta sé að finna í Danmörku til dæmis í skógum landsins.

Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar.
Fjallahjólreiðar getur verið nokkuð tæknilegar. Mynd/Snorri Þór Tryggvason


„Þetta er ekki Sviss eða Frakkland, en með þessu er ég nálægt Íslandi, þetta er ekki mjög dýrt land, það er gott veðurfar og allar hér eru allar aðstæður til að æfa. Þá er stutt í lönd til að keppa í,“ segir Ingvar, en langflest alþjóðleg mót í greininni eru í Evrópu sem er einskonar Mekka íþróttarinnar.

Þarf að búa til allt ferlið sjálfur

Spurður um framtíðina og hvert hann telji sig geta náð í greininni segir Ingvar að erfitt sé að sjá langt fram veginn, sérstaklega þar sem hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fari þessa leið í þessari íþrótt. Það sé ekki eins og með fótbolta eða handbolta þar sem tugir eða hundruð leikmanna hafa áður farið út til að spreyta sig og geti í dag veitt ráðleggingar eða að umboðsmenn sjái um framtíðarmálin.

Ingvar segir að fjallahjólreiðar séu ekki eins og hópíþróttir að því leyti að menn séu ekkert endilega alltaf í liðum, enda gagnast það mönnum lítið í keppninni sjálfri, fyrir utan utanumhald og slíkt. Götuhjólreiðar séu til dæmis allt annars eðlis þar sem keppendur í sama liði vinni oft saman til að gera einum liðsmanni kleift að vinna.

Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ...
Ingvar Ómarsson kemur í mark í alþjóðlegu móti á síðasta ári. Mynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Í ár eru samt smáþjóðaleikarnir og Evrópumótið framundan og segir Ingvar að í grunninn vilji hann halda áfram að verða betri og betri. Langtíma planið sé þó að hanga inni í atvinnumennsku eins lengi og hann geti, en það muni auðvitað kosta að hann þurfi að búa til ferlið sjálfur enda hafi hann litla umgjörð í kringum sig.

Getur verið kostur að vera Íslendingur í hjólreiðum

Hann segir það að vera Íslending þó hjálpa honum áfram í þssari grein. Flestir mótherjar hans hafi til dæmis aldrei áður keppt á móti Íslendingum og hann hafi nokkrum sinnum lent í því að á mótum hafi aðrir keppendur sagst muna eftir honum út af fánalitunum á búningnum hans.

Ingvar hefur bæði keppt í minni mótum og stórum alþjóðlegum keppnum í Evrópu síðan hann flutti út. Hann segir að þó að það sé alltaf skemmtilegt að keppa í stærstu keppnunum, þá þurfi að vera smá jafnvægi í þeim keppnum sem hann taki þátt í. Stóru mótin skili sér í meiri reynslu á stóra sviðinu, en í minni mótunum hafi hann betri möguleika á að enda ofarlega og þá jafnvel næla sér í peningaverðlaun. Slík mót séu jafnframt oft stökkpallur inn á stærri mót.

Bjartsýnn á næstu kynslóðir

Í ár gerir hann ráð fyrir því að keppa samtals í 20-30 mótum víða um Evrópu, en það er allt frá því að vera heimsbikarmót og yfir í smærri keppnir í Danmörku. Stefnan hjá Ingvari er að taka þátt í 3-4 heimsbikarmótum af um 9 samtals í ár. Flestar keppnirnar sem Ingvar tekur þátt í eru styttri keppnir, eða 90 mínútna keppnir. Aftur á móti tekur hann líka þátt í maraþonfjallahjólamótum og þá er keppt í 4-5 klukkustundir. Ingvar segir að hann stefni á Evrópumótið í báðum greinum á þessu ári. „Það er sem sagt nóg að gera,“ segir hann.

Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í hjólaíþróttum hér á landi og segir Ingvar að þegar hann hafi byrjað í íþróttinni hafi engum dottið í hug að Íslendingar gætu náð eitthvað langt erlendis. „Ég er nokkuð viss um að það er meira að gerast núna. En af því að við erum að horfa á krakka og unglinga tekur þetta nokkur ár,“ segir hann, en nokkrir af þeim sem eru yngri í íþróttinni hafa flutt út eða eru að vinna í að komast út og ná lengra í hjólreiðum að sögn Ingvars. „Næsta kynslóð lítur vel út og ég held að þetta sé allt þar,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...