Langamma er fyrirmynd og létt í lund

Helga Guðmundsdóttir, Karólína Ósk Rafnsdóttir langömmustelpa og móðir hennar, Agnes …
Helga Guðmundsdóttir, Karólína Ósk Rafnsdóttir langömmustelpa og móðir hennar, Agnes Hauksdóttir mbl.is/Sigurður Bogi

„Amma mín er mér sterk fyrirmynd, enda lífsglöð kona sem fylgist vel með sínu fólki og vill öllum vel. Svo virðist hún líka vera alveg ódrepandi og enn með fótavist, þrátt fyrir að hafa ung barist við berkla og seinna verið keyrð niður af ökumanni og mölbrotnað. Þetta er ótrúleg kona,“ segir Agnes Hauksdóttir.

Nítján afkomendur Helga Guðmundsdóttir í Bolungarvík varð 100 ára í gær og hélt upp á daginn fyrir sunnan með sínu fólki þar. Meðal annars komu í afmælið fjórar systur hennar, sú yngsta níræð, en þær og Helga eru einar eftirlifandi úr hópi 15 systkina frá Blesastöðum á Skeiðum.

Komin vel á fertugsaldur flutti Helga svo vestur í Bolungarvík þegar hún giftist Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og verslunarmanni í Bolungarvík, sem dó fyrir tíu árum. Þau eignuðust þrjú börn og lifa tvö þeirra; Agnar, oddviti í Miklabæ í Skagafirði, og Ósk, kennari í Kópavogi. Látin er Kristín sem síðast var kennari í Keflavík. Barnabörnin eru sex og langömmubörn Helgu eru orðin alls 13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert