Vilborg er komin í 7.300 metra hæð

Vilborg er komin upp í 3. búðir og stefnir á …
Vilborg er komin upp í 3. búðir og stefnir á þær 4. í fyrramálið. Ljósmynd/Vilborg Arna

Vilborg Arna Gissurardóttir er komin upp í þriðju búðir sem eru í 7.300 metra hæð á leið sinni upp á topp Everest. Stefnt er að því að fara upp í fjórðu og síðust búðirnar á morgun áður en reynt verður við toppinn. Ferðin upp í þriðju búðir gekk mjög vel.  

Stefnt er að því að leggja af stað klukkan fimm um morguninn upp í 4. búðir. 

Veðurglugginn er mjög stuttur til að komast upp á topp. Flestir binda vonir við að ná þangað frá 21. til 25. maí. Grunnbúðirnar eru að stærstum hluta tómar, segir á þessum vef. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert