Aukning á kynsjúkdómum áhyggjuefni

Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki ...
Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. AFP

„Þessi aukning á kynsjúkdómum er áhyggjuefni og við erum að fylgjast vel með henni,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Í farsóttaskýrslu sóttvarnalæknis sem birt var í gær kom meðal annars fram að á síðasta ári hafi orðið marktæk aukning á fjölda einstaklinga með HIV-sýkingu, lekanda og sárasótt.

Frétt mbl.is: Tvöfalt fleiri greinast með HIV

„Þessi fjöldi sem hefur verið að greinast með HIV tók kipp á síðasta ári. Það var reyndar svipaður fjöldi fyrir nokkrum árum svo það kann að vera að þetta sé einstaka toppur. Faraldsfræðin á Íslandi er stundum svona upp og niður en við vitum ekki alveg af hverju þetta er,“ segir Þórólfur, en eins og fjallað var um á mbl.is í gær greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu árið 2016 sem eru tvöfalt fleiri en á árunum 2014 og 2015. Af þeim sem voru sýktir voru 7 samkynhneigðir, 7 gagnkynhneigðir og 6 með sögu um sprautunotkun. Þórólfur segir að þó sé ekki aðeins um að ræða smit innanlands. Hluti þeirra sem greinst hafa séu erlendir einstaklingar sem flutt hafa til Íslands en þegar verið smitaðir.

Vitund heilbrigðisstarfsmanna ekki nægileg

„Þessir áhættuhópar sem eru þarna að greinast eru 30% karlar sem hafa kynmök með öðrum karlmönnum, 30% fíkniefnaneytendur og 30% gagnkynhneigðir en við höfum enga eina skýringu á þessum toppum í öllum þessum hópum. Kannski er þetta bara eitthvað tilfallandi en kannski ekki og við munum vonandi fá betri upplýsingar um það ef þetta er eitthvað viðvarandi,“ segir hann.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Þá voru óvenjumarg­ir, eða fjór­ir ein­stak­ling­ar, sem greind­ust með al­næmi sem er loka­stig sjúk­dóms­ins. Að auki voru þrír ein­stak­ling­ar með merki um langt geng­inn sjúk­dóm. Kemur fram í skýrslunni að það bendi til þess að HIV-smit fari lengi dult hjá mörg­um ein­stak­ling­um, sem sé áhyggju­efni. Þórólfur segir að þetta geti verið vísbending um það að vitund heilbrigðisstarfsmanna sé kannski ekki nægileg.

„Kannski líta menn svo á að þessi sjúkdómur sé genginn yfir en það bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki alveg verið að kveikja á þessu. Við höfum svo sem sent viðvaranir inn í heilbrigðiskerfið og beðið menn um að hafa þetta í huga sem mismunagreiningu hjá fólki sem kemur inn með sín veikindi,“ segir hann og bætir við að embættið hafi vakið athygli á vandamálinu og vonist hann til þess að það skili sem mestum árangri.

Sárasótt muni fara yfir í gagnkynhneigða hópinn

Þá kemur fram í skýrslunni að aukning á lek­anda og sára­sótt hafi einkum orðið meðal karl­manna sem stunda kyn­líf með körl­um. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af þessari aukningu á sárasótt enda sé um að ræða alvarlegan sjúkdóm sem getur til að mynda valdið miklum skaða á fóstrum hjá þunguðum konum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi mestmegnis greinst hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum mun þetta fara yfir í gagnkynhneigða hópinn svokallaða ef þessi þróun heldur áfram,“ segir Þórólfur og bætir við að þessi aukning sjáist einnig í öðrum vestrænum ríkjum.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig ...
Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Við erum ekki endilega að sjá að þetta sé alveg bundið við þennan hóp nema kannski rétt í byrjun svo ég held að við þurfum að vera alveg viðbúin því að þetta sé ekki bara hjá þessum körlum heldur fari þetta yfir til kvenna líka. Ég tel miklar líkur á því,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvað valdi því að sjúkdómurinn hafi að mestu leyti verið að greinast hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum en nokkrar ástæður hafi verið nefndar.

„Þessi hópur hefur verið mjög hræddur við HIV sýkinguna og menn hafa passað sig mjög vel. Það kann að vera að þegar það er komin svona góð meðferð við HIV sjúkdómnum sem gerir menn nánast ósmitandi að menn gæti kannski ekki að sér í kynlífi og passi sig ekki nógu vel og noti ekki verjur. Þetta er líklega ein af skýringunum,“ segir Þórólfur.

Vinna að því að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Fyrr á þessu ári skipaði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi, en hlutverk hópsins er að setja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við þessari auknu útbreiðslu. Þórólfur er formaður hópsins og segir hann vinnuna vera í fullum gangi og tillögum verði líklega skilað eftir sumarið.

„Hópurinn er ekki kominn með tillögur en það eru margir hlutir sem þarna þarf að huga að; fræðsla og aukin vitundarvakning og svo framvegis. Það þarf til dæmis að auka prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að huga að og hópurinn er að skoða,“ segir hann.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. „Þetta er líka spurning um hvað hægt er að gera hér og nú til að stemma stigu við þessu og hvernig er hægt að viðhalda því og ná árangri til lengri tíma. Þetta mega ekki bara vera átaksverkefni,“ segir hann að lokum.

Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu.
Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Eins og vel kryddaður pottréttur“

20:50 „Tal um að þetta hafi stórvægileg áhrif á raunverulegan fjölda ferðamanna, er eitthvað sem ég vil alls ekki taka undir að svo stöddu. Hins vegar eru einhver áhrif til staðar,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Meira »

Ekkert hússtjórnarnám næsta haust

20:32 Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað verður ekki starfræktur næsta vetur ef fer sem horfir en fram kemur á vefsíðu skólans að mennta- og menningarmálaráðuneytið telji hússtjórnarbraut hans ekki falla að aðalnámskrá framhaldsskólanna. Meira »

Sagan af Sölku Sól sem varð að Sögu

20:20 Foreldrar Sölku Sólar Eyfeld, söngkonu, bjuggust líklega ekki við því að eignast nokkurn tímann aðra Sölku Sól, en það gerðist á dögunum þegar þau tóku að sér munaðarlausan hvolp. Salka Sól deildi fallegri sögu af atvikinu á samfélagsmiðla í dag, en mbl.is sló á þráðinn til hennar til að heyra meira Meira »

„Ég setti fundinn og sleit honum“

19:28 „Ég hef lýst vilja mínum til þess að vinna með fólki og lægja öldur en það var greinilega enginn vilji til þess. Síðan í upphafi fundar átti að koma fram tillaga um að kjósa annan fundarstjóra en mig. Ég tel það bara ganga gegn góðum fundarsköpum,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, eftir hitafund í stjórn samtakanna. Meira »

„Leyndi ítrekað upplýsingum“

19:21 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna (NS) segir Ólaf Arnarson, formann Neytendasamtakanna, ítrekað hafa leynt stjórn upplýsingum og skuldbundið samtökin um efni fram. Harmar meirihlutinn að traust ríki ekki milli formanns og annarra í stjórn. Meira »

Kviknaði í húsi út frá flugeldi

18:41 Tilkynning barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan 18:00 um eld í íbúðarhúsi í Holtahverfi í Mosfellsbæ. Flugeldur hafði þar lent í þakskeggi og kviknaði eldur í því út frá honum. Meira »

Samningur ekki borinn undir stjórn

17:15 Stjórn Neytendasamtakanna fól varaformanni samtakanna að undirrita ráðningarsamning við Ólaf Arnarson formann sem var gerður á grundvelli álits starfskjaranefndar. Ráðningarsamningur var ekki borinn undir stjórnina, en hann fól í sér að Ólafur gegndi bæði formennsku og stöðu framkvæmdastjóra. Meira »

Alvarlegt umferðarslys á Eyjafjarðarbraut

17:29 Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðarbraut vestari skammt sunnan við Hrafnagil rétt fyrir klukkan 16 í dag. Sagt er frá þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kemur þar fram að strax hafi verið ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og fóru viðbragsaðilar á staðinn á hæsta forgangi. Meira »

Gjaldfrjáls námsgögn í Reykjanesbæ

17:02 Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar fá öll námsgögn gjaldfrjálst frá og með næsta hausti. Fjáveiting þess efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrr í mánuðinum. Meira »

Forsætisráðherra órólegur og roðnar

16:52 Steingrímur J. Sigfússon sagði að hröð meðferð áfengisfrumvarpsins úr allsherjar- og menntamálanefnd væri eingöngu til að berja stjórnarliðana saman. Hann og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lentu í snörpum orðaskiptum á Alþingi í dag. Meira »

Rafmagnslaust á Barnaspítalanum

16:13 Rafmagnslaust var í um 35 mínútur á Barnaspítala Hringsins á þriðja tímanum í dag. Taka þurfti rafmagn af hluta spítalans þegar unnið var að tengingu vegna varaafls til að auka rekstraröryggi á Barnaspítalanum. Hins vegar varð rafmagnslaust í stærri hluta hússins en gert hafði verið ráð fyrir. Meira »

Herjólfur á heimleið

16:07 Ferþegaferjan Herjólfur, sem siglir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, er nú á heimleið eftir slipptöku. Ráðgert er að Herjólfur verði kominn aftur á áætlun milli lands og Eyja á föstudag, en nánari tímasetning verður uppgefin síðar. Meira »

Sópa sannleikanum undir teppið

15:49 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar harðlega á Alþingi í dag. Hröð afgreiðsla áfengisfrumvarpsins úr nefndinni var gagnrýnd og meðal annars var talað um forkastanleg vinnubrögð. Meira »

Vilborg komin niður í aðrar búðir

15:00 Vilborg Arna Gissurardóttir, sem er sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest-fjalls, er komin niður í aðrar búðir. Hún gekk niður úr búðum þrjú þar sem hún svaf og hvíldi sig eftir átökin og niður í búðir tvö í gær. Hún verður komin í grunnbúðir á morgun. Meira »

Karólína tekur sæti á Alþingi

14:00 Karólína Helga Símonardóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi í dag. Hún undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni áður en þingfundur hófst í morgun. Meira »

Gögn færa ekki rök fyrir sameiningu

15:15 „Þeir lögðu fram einhver gögn um kosti og galla þess að sameina skólana. Það sem var áhugavert þar var að kostirnir sem voru taldir upp voru í einhverjum tilvikum þeir sömu og gallarnir,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og varamaður í allsherjar- og menntamálnefnd. Meira »

Hjólreiðamaður fannst meðvitundarlaus

14:56 Hjólreiðamaður fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag og er nú verið að flytja hann á slysadeild. Aðrir vegfarendur komu að manninum þar sem hann lá meðvitundarlaus á jörðinni við hjólið sitt. Ekkert liggur fyrir um aðdragandann. Meira »

Hreiðar Már kannast ekki við Dekhill

13:35 Hreiðar Már Sigurðsson telur sig geta fullyrt að hann hafi ekki heyrt minnst á félagið Dekhill Advisors Limited, fyrr en í bréfi rannsóknarnefndar Alþingis sem hann fékk í mars á þessu ári. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

Daybreak USA húsbíll, 32 fet 2001 árg.
Útdraganleg hlið,arinn,sér svefnherb,gott baðherb með sturtu,eldhús og setustofa...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m/leiðb. kl....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...