Aukning á kynsjúkdómum áhyggjuefni

Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki ...
Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. AFP

„Þessi aukning á kynsjúkdómum er áhyggjuefni og við erum að fylgjast vel með henni,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Í farsóttaskýrslu sóttvarnalæknis sem birt var í gær kom meðal annars fram að á síðasta ári hafi orðið marktæk aukning á fjölda einstaklinga með HIV-sýkingu, lekanda og sárasótt.

Frétt mbl.is: Tvöfalt fleiri greinast með HIV

„Þessi fjöldi sem hefur verið að greinast með HIV tók kipp á síðasta ári. Það var reyndar svipaður fjöldi fyrir nokkrum árum svo það kann að vera að þetta sé einstaka toppur. Faraldsfræðin á Íslandi er stundum svona upp og niður en við vitum ekki alveg af hverju þetta er,“ segir Þórólfur, en eins og fjallað var um á mbl.is í gær greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu árið 2016 sem eru tvöfalt fleiri en á árunum 2014 og 2015. Af þeim sem voru sýktir voru 7 samkynhneigðir, 7 gagnkynhneigðir og 6 með sögu um sprautunotkun. Þórólfur segir að þó sé ekki aðeins um að ræða smit innanlands. Hluti þeirra sem greinst hafa séu erlendir einstaklingar sem flutt hafa til Íslands en þegar verið smitaðir.

Vitund heilbrigðisstarfsmanna ekki nægileg

„Þessir áhættuhópar sem eru þarna að greinast eru 30% karlar sem hafa kynmök með öðrum karlmönnum, 30% fíkniefnaneytendur og 30% gagnkynhneigðir en við höfum enga eina skýringu á þessum toppum í öllum þessum hópum. Kannski er þetta bara eitthvað tilfallandi en kannski ekki og við munum vonandi fá betri upplýsingar um það ef þetta er eitthvað viðvarandi,“ segir hann.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Þá voru óvenjumarg­ir, eða fjór­ir ein­stak­ling­ar, sem greind­ust með al­næmi sem er loka­stig sjúk­dóms­ins. Að auki voru þrír ein­stak­ling­ar með merki um langt geng­inn sjúk­dóm. Kemur fram í skýrslunni að það bendi til þess að HIV-smit fari lengi dult hjá mörg­um ein­stak­ling­um, sem sé áhyggju­efni. Þórólfur segir að þetta geti verið vísbending um það að vitund heilbrigðisstarfsmanna sé kannski ekki nægileg.

„Kannski líta menn svo á að þessi sjúkdómur sé genginn yfir en það bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki alveg verið að kveikja á þessu. Við höfum svo sem sent viðvaranir inn í heilbrigðiskerfið og beðið menn um að hafa þetta í huga sem mismunagreiningu hjá fólki sem kemur inn með sín veikindi,“ segir hann og bætir við að embættið hafi vakið athygli á vandamálinu og vonist hann til þess að það skili sem mestum árangri.

Sárasótt muni fara yfir í gagnkynhneigða hópinn

Þá kemur fram í skýrslunni að aukning á lek­anda og sára­sótt hafi einkum orðið meðal karl­manna sem stunda kyn­líf með körl­um. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af þessari aukningu á sárasótt enda sé um að ræða alvarlegan sjúkdóm sem getur til að mynda valdið miklum skaða á fóstrum hjá þunguðum konum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi mestmegnis greinst hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum mun þetta fara yfir í gagnkynhneigða hópinn svokallaða ef þessi þróun heldur áfram,“ segir Þórólfur og bætir við að þessi aukning sjáist einnig í öðrum vestrænum ríkjum.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig ...
Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Við erum ekki endilega að sjá að þetta sé alveg bundið við þennan hóp nema kannski rétt í byrjun svo ég held að við þurfum að vera alveg viðbúin því að þetta sé ekki bara hjá þessum körlum heldur fari þetta yfir til kvenna líka. Ég tel miklar líkur á því,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvað valdi því að sjúkdómurinn hafi að mestu leyti verið að greinast hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum en nokkrar ástæður hafi verið nefndar.

„Þessi hópur hefur verið mjög hræddur við HIV sýkinguna og menn hafa passað sig mjög vel. Það kann að vera að þegar það er komin svona góð meðferð við HIV sjúkdómnum sem gerir menn nánast ósmitandi að menn gæti kannski ekki að sér í kynlífi og passi sig ekki nógu vel og noti ekki verjur. Þetta er líklega ein af skýringunum,“ segir Þórólfur.

Vinna að því að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Fyrr á þessu ári skipaði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi, en hlutverk hópsins er að setja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við þessari auknu útbreiðslu. Þórólfur er formaður hópsins og segir hann vinnuna vera í fullum gangi og tillögum verði líklega skilað eftir sumarið.

„Hópurinn er ekki kominn með tillögur en það eru margir hlutir sem þarna þarf að huga að; fræðsla og aukin vitundarvakning og svo framvegis. Það þarf til dæmis að auka prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að huga að og hópurinn er að skoða,“ segir hann.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. „Þetta er líka spurning um hvað hægt er að gera hér og nú til að stemma stigu við þessu og hvernig er hægt að viðhalda því og ná árangri til lengri tíma. Þetta mega ekki bara vera átaksverkefni,“ segir hann að lokum.

Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu.
Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

Í gær, 21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

Í gær, 20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

Í gær, 20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Í gær, 20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

Í gær, 20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

Í gær, 18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

Í gær, 18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

Í gær, 18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

Í gær, 17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

Í gær, 17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

Í gær, 16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

Í gær, 16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

Í gær, 15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

Í gær, 15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

Í gær, 15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

Í gær, 15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

Í gær, 15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...