Aukning á kynsjúkdómum áhyggjuefni

Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki ...
Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. AFP

„Þessi aukning á kynsjúkdómum er áhyggjuefni og við erum að fylgjast vel með henni,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Í farsóttaskýrslu sóttvarnalæknis sem birt var í gær kom meðal annars fram að á síðasta ári hafi orðið marktæk aukning á fjölda einstaklinga með HIV-sýkingu, lekanda og sárasótt.

„Þessi fjöldi sem hefur verið að greinast með HIV tók kipp á síðasta ári. Það var reyndar svipaður fjöldi fyrir nokkrum árum svo það kann að vera að þetta sé einstaka toppur. Faraldsfræðin á Íslandi er stundum svona upp og niður en við vitum ekki alveg af hverju þetta er,“ segir Þórólfur, en eins og fjallað var um á mbl.is í gær greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu árið 2016 sem eru tvöfalt fleiri en á árunum 2014 og 2015. Af þeim sem voru sýktir voru 7 samkynhneigðir, 7 gagnkynhneigðir og 6 með sögu um sprautunotkun. Þórólfur segir að þó sé ekki aðeins um að ræða smit innanlands. Hluti þeirra sem greinst hafa séu erlendir einstaklingar sem flutt hafa til Íslands en þegar verið smitaðir.

Vitund heilbrigðisstarfsmanna ekki nægileg

„Þessir áhættuhópar sem eru þarna að greinast eru 30% karlar sem hafa kynmök með öðrum karlmönnum, 30% fíkniefnaneytendur og 30% gagnkynhneigðir en við höfum enga eina skýringu á þessum toppum í öllum þessum hópum. Kannski er þetta bara eitthvað tilfallandi en kannski ekki og við munum vonandi fá betri upplýsingar um það ef þetta er eitthvað viðvarandi,“ segir hann.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Þá voru óvenjumarg­ir, eða fjór­ir ein­stak­ling­ar, sem greind­ust með al­næmi sem er loka­stig sjúk­dóms­ins. Að auki voru þrír ein­stak­ling­ar með merki um langt geng­inn sjúk­dóm. Kemur fram í skýrslunni að það bendi til þess að HIV-smit fari lengi dult hjá mörg­um ein­stak­ling­um, sem sé áhyggju­efni. Þórólfur segir að þetta geti verið vísbending um það að vitund heilbrigðisstarfsmanna sé kannski ekki nægileg.

„Kannski líta menn svo á að þessi sjúkdómur sé genginn yfir en það bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki alveg verið að kveikja á þessu. Við höfum svo sem sent viðvaranir inn í heilbrigðiskerfið og beðið menn um að hafa þetta í huga sem mismunagreiningu hjá fólki sem kemur inn með sín veikindi,“ segir hann og bætir við að embættið hafi vakið athygli á vandamálinu og vonist hann til þess að það skili sem mestum árangri.

Sárasótt muni fara yfir í gagnkynhneigða hópinn

Þá kemur fram í skýrslunni að aukning á lek­anda og sára­sótt hafi einkum orðið meðal karl­manna sem stunda kyn­líf með körl­um. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af þessari aukningu á sárasótt enda sé um að ræða alvarlegan sjúkdóm sem getur til að mynda valdið miklum skaða á fóstrum hjá þunguðum konum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi mestmegnis greinst hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum mun þetta fara yfir í gagnkynhneigða hópinn svokallaða ef þessi þróun heldur áfram,“ segir Þórólfur og bætir við að þessi aukning sjáist einnig í öðrum vestrænum ríkjum.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig ...
Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Við erum ekki endilega að sjá að þetta sé alveg bundið við þennan hóp nema kannski rétt í byrjun svo ég held að við þurfum að vera alveg viðbúin því að þetta sé ekki bara hjá þessum körlum heldur fari þetta yfir til kvenna líka. Ég tel miklar líkur á því,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvað valdi því að sjúkdómurinn hafi að mestu leyti verið að greinast hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum en nokkrar ástæður hafi verið nefndar.

„Þessi hópur hefur verið mjög hræddur við HIV sýkinguna og menn hafa passað sig mjög vel. Það kann að vera að þegar það er komin svona góð meðferð við HIV sjúkdómnum sem gerir menn nánast ósmitandi að menn gæti kannski ekki að sér í kynlífi og passi sig ekki nógu vel og noti ekki verjur. Þetta er líklega ein af skýringunum,“ segir Þórólfur.

Vinna að því að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Fyrr á þessu ári skipaði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi, en hlutverk hópsins er að setja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við þessari auknu útbreiðslu. Þórólfur er formaður hópsins og segir hann vinnuna vera í fullum gangi og tillögum verði líklega skilað eftir sumarið.

„Hópurinn er ekki kominn með tillögur en það eru margir hlutir sem þarna þarf að huga að; fræðsla og aukin vitundarvakning og svo framvegis. Það þarf til dæmis að auka prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að huga að og hópurinn er að skoða,“ segir hann.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. „Þetta er líka spurning um hvað hægt er að gera hér og nú til að stemma stigu við þessu og hvernig er hægt að viðhalda því og ná árangri til lengri tíma. Þetta mega ekki bara vera átaksverkefni,“ segir hann að lokum.

Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu.
Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...