Aukning á kynsjúkdómum áhyggjuefni

Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki ...
Þórólfur segir að auka þurfi prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. AFP

„Þessi aukning á kynsjúkdómum er áhyggjuefni og við erum að fylgjast vel með henni,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Í farsóttaskýrslu sóttvarnalæknis sem birt var í gær kom meðal annars fram að á síðasta ári hafi orðið marktæk aukning á fjölda einstaklinga með HIV-sýkingu, lekanda og sárasótt.

Frétt mbl.is: Tvöfalt fleiri greinast með HIV

„Þessi fjöldi sem hefur verið að greinast með HIV tók kipp á síðasta ári. Það var reyndar svipaður fjöldi fyrir nokkrum árum svo það kann að vera að þetta sé einstaka toppur. Faraldsfræðin á Íslandi er stundum svona upp og niður en við vitum ekki alveg af hverju þetta er,“ segir Þórólfur, en eins og fjallað var um á mbl.is í gær greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu árið 2016 sem eru tvöfalt fleiri en á árunum 2014 og 2015. Af þeim sem voru sýktir voru 7 samkynhneigðir, 7 gagnkynhneigðir og 6 með sögu um sprautunotkun. Þórólfur segir að þó sé ekki aðeins um að ræða smit innanlands. Hluti þeirra sem greinst hafa séu erlendir einstaklingar sem flutt hafa til Íslands en þegar verið smitaðir.

Vitund heilbrigðisstarfsmanna ekki nægileg

„Þessir áhættuhópar sem eru þarna að greinast eru 30% karlar sem hafa kynmök með öðrum karlmönnum, 30% fíkniefnaneytendur og 30% gagnkynhneigðir en við höfum enga eina skýringu á þessum toppum í öllum þessum hópum. Kannski er þetta bara eitthvað tilfallandi en kannski ekki og við munum vonandi fá betri upplýsingar um það ef þetta er eitthvað viðvarandi,“ segir hann.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Þá voru óvenjumarg­ir, eða fjór­ir ein­stak­ling­ar, sem greind­ust með al­næmi sem er loka­stig sjúk­dóms­ins. Að auki voru þrír ein­stak­ling­ar með merki um langt geng­inn sjúk­dóm. Kemur fram í skýrslunni að það bendi til þess að HIV-smit fari lengi dult hjá mörg­um ein­stak­ling­um, sem sé áhyggju­efni. Þórólfur segir að þetta geti verið vísbending um það að vitund heilbrigðisstarfsmanna sé kannski ekki nægileg.

„Kannski líta menn svo á að þessi sjúkdómur sé genginn yfir en það bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki alveg verið að kveikja á þessu. Við höfum svo sem sent viðvaranir inn í heilbrigðiskerfið og beðið menn um að hafa þetta í huga sem mismunagreiningu hjá fólki sem kemur inn með sín veikindi,“ segir hann og bætir við að embættið hafi vakið athygli á vandamálinu og vonist hann til þess að það skili sem mestum árangri.

Sárasótt muni fara yfir í gagnkynhneigða hópinn

Þá kemur fram í skýrslunni að aukning á lek­anda og sára­sótt hafi einkum orðið meðal karl­manna sem stunda kyn­líf með körl­um. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af þessari aukningu á sárasótt enda sé um að ræða alvarlegan sjúkdóm sem getur til að mynda valdið miklum skaða á fóstrum hjá þunguðum konum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi mestmegnis greinst hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum mun þetta fara yfir í gagnkynhneigða hópinn svokallaða ef þessi þróun heldur áfram,“ segir Þórólfur og bætir við að þessi aukning sjáist einnig í öðrum vestrænum ríkjum.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig ...
Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Við erum ekki endilega að sjá að þetta sé alveg bundið við þennan hóp nema kannski rétt í byrjun svo ég held að við þurfum að vera alveg viðbúin því að þetta sé ekki bara hjá þessum körlum heldur fari þetta yfir til kvenna líka. Ég tel miklar líkur á því,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvað valdi því að sjúkdómurinn hafi að mestu leyti verið að greinast hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum en nokkrar ástæður hafi verið nefndar.

„Þessi hópur hefur verið mjög hræddur við HIV sýkinguna og menn hafa passað sig mjög vel. Það kann að vera að þegar það er komin svona góð meðferð við HIV sjúkdómnum sem gerir menn nánast ósmitandi að menn gæti kannski ekki að sér í kynlífi og passi sig ekki nógu vel og noti ekki verjur. Þetta er líklega ein af skýringunum,“ segir Þórólfur.

Vinna að því að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma

Fyrr á þessu ári skipaði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi, en hlutverk hópsins er að setja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við þessari auknu útbreiðslu. Þórólfur er formaður hópsins og segir hann vinnuna vera í fullum gangi og tillögum verði líklega skilað eftir sumarið.

„Hópurinn er ekki kominn með tillögur en það eru margir hlutir sem þarna þarf að huga að; fræðsla og aukin vitundarvakning og svo framvegis. Það þarf til dæmis að auka prufur og sýnatökur hjá fólki sem er talið vera í áhættu og auka aðgengi að prófum. Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að huga að og hópurinn er að skoða,“ segir hann.

Aðspurður um það hvort aukin kynfræðsla í skólum geti einnig verið mikilvægt skref segir Þórólfur að slíkri fræðslu þurfi að huga að, en það sé hugsun til lengri tíma. „Þetta er líka spurning um hvað hægt er að gera hér og nú til að stemma stigu við þessu og hvernig er hægt að viðhalda því og ná árangri til lengri tíma. Þetta mega ekki bara vera átaksverkefni,“ segir hann að lokum.

Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu.
Mark­tæk aukn­ing varð á fjölda ein­stak­linga með HIV-sýk­ingu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stormviðvörun og ausandi rigning

08:21 Spáin fyrir daginn er allt annað en spennandi því spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í dag en norðanstæðari í kvöld. Ausandi rigning verður á austanverðu landinu, þó einna mest á norðanverðum Austfjörðum. Meira »

Eldur í potti á veitingastað

08:12 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að veitingastað í Hafnarstræti skömmu fyrir átta í morgun vegna elds í potti á staðnum. Meira »

CCP marði sigur í B-keppni

07:20 Lið CCP varð fyrst í mark í B-keppni liða í WOW Cyclot­hon-hjólreiðakeppninni en lið Zwift var um mínútu á eftir CCP í mark. Meira »

Lið Hjólakrafts komið í mark

06:36 Lið Hjólakrafts er komið í mark eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið í WOW Cylothon keppninni. Stutt er í að fyrstu liðin í B-flokki renni í mark. Meira »

Of dýrt svo hún stal því

06:13 Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar í Smáralind síðdegis í gær en þar hafði kona ætlað að kaupa vörur en þar sem henni fannst þær of dýrar ákvað hún að stela þeim. Meira »

17 ára á 141 km hraða

05:48 Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Þingvallavegi í Mosfellsdal á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa mælt bifreiðina á 141 km hraða á klukkustund en leyfður hraði þarna er 70 km/klst. Meira »

Aukning við flugvöllinn

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík íhuga að heimila fleiri íbúðir í fyrirhuguðu hverfi við Reykjavíkurflugvöll en áður var miðað við. Þegar hefur verið ákveðið að fjölga íbúðum á Hlíðarendasvæðinu, úr 600 í 780. Meira »

Nýtt deilihagkerfi í pípunum

05:30 Reykjavíkurborg hyggst á þessu ári leigja út bílastæði til svonefndra deilibílaleiga eða -samtaka. Tillaga samgöngustjóra borgarinnar, Þorsteins R. Hermannssonar, að stefnumótun um deilibifreiðarnar var samþykkt einróma í umhverfis- og skipulagsráði síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Víða laus herbergi á hótelum

05:30 Færri erlendir ferðamenn virðast vera á eigin vegum á landsbyggðinni það sem af er ári og eitthvað vantar upp á að hóparnir sem fara í skipulegar hringferðir séu fullir. Meira »

Sama klæðning notuð hér á landi

05:30 Klæðning sömu gerðar og notuð er í Grenfell-turninum í Lundúnum finnst einnig í eldri byggingum hér á landi, en hún er talin eiga stóran þátt í því að háhýsið varð alelda fyrr í þessum mánuði. Meira »

Næsta hlaup tímaspursmál

Í gær, 22:05 Sérfræðingar telja það tímaspursmál hvenær næsta berghlaup verði á Grænlandi. Þegar fellur úr bergi á einum stað getur myndast óstöðugleiki í kring, segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur. Meira »

Alltaf barátta um hver fær mesta plássið

Í gær, 21:26 Þau skreppa ekki lengur í klukkutíma í frissbí á hljómsveitaræfingum, enda þarf að nýta tímann vel þegar fólk hefur eignast börn og er í fullri vinnu. Hljómsveitin Kiriyama Family er komin með bandarískan umboðsmann og heldur útgáfutónleika á morgun, föstudag, til að fagna nýju plötunni, Waiting For. Meira »

Birta ekki nöfn umsagnaraðila

Í gær, 21:16 Þeim einstaklingum, sem sótt hafa um uppreist æru og uppfylla lagaskilyrði hefur verið veitt uppreist æru. Þá mun dómsmálaráðuneytið ekki afhenda gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru, þar á meðal nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda. Meira »

Ítrekað kallað eftir aðgerðum ráðuneytis

Í gær, 20:55 Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra hefur kallað eftir því í mörg ár að ráðuneyti setji reglugerð um úthlutun fjár vegna túlkaþjónustu að sögn forstöðumanns. Meira »

Tvær ástralskar hælisumsóknir borist

Í gær, 20:30 Tvær umsóknir ástralskra ríkisborgara um hæli hér á landi eru í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Þetta er í fyrsta sinn, að minnsta kosti síðastliðin þrjú ár, sem Ástralir sækja um hæli hér á landi. Meira »

Tólf milljónir á þremur dögum

Í gær, 21:12 Tólf milljónir króna hafa safnast á fyrstu þremur dögunum í landssöfnuninni „Vinátta í verki“ sem Hjálparstofnun kirkjunnar, í samvinnu við Kalak og Hrókinn, efndu til eftir hamfarirnar á Grænlandi um síðustu helgi. Meira »

Kvíði stúlkna flyst yfir á fullorðinsár

Í gær, 20:45 Rúm 22 prósent íslenskra barna á aldrinum 11 til 15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda, þar á meðal kvíða, oftar en einu sinni í viku. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum. Vandamálið einskorðast þó ekki við börn og unglinga. Meira »

Katrín Jakobs föst á Kastrup

Í gær, 20:23 „Við bara sitjum hér og búin að koma okkur vel fyrir, bara eins og við séum heima hjá okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við mbl.is. Katrín er meðal þeirra farþega sem eru á leið heim frá Kaupmannahöfn en þurfa að bíða á Kastrup-flugvelli í fleiri klukkutíma. Meira »

Wow Cyclothon

Skimunarpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er til ...
Lausir dagar í Biskupstungum..
Hlý og falleg sumarhús til leigu, -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.. ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...