Bílstjórar vara við skutlurum

Leigubílstjórar óttast samkeppni frá óskráðum keppinautum.
Leigubílstjórar óttast samkeppni frá óskráðum keppinautum. mbl.is/Jim Smart

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra mótmælir sinnuleysi lögreglunnar í málefnum svokallaðra skutlara. Var það samþykkt í lok málþings um ólöglegan leiguakstur sem sambandið stóð fyrir í vikunni.

„Þetta snýr að okkar hagsmunum. Við erum með löggilt leyfi til leigubifreiðaaksturs. Í annan stað hræðumst við, eins og margir aðrir, afleiðingar þessarar starfsemi fyrir almenning,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra.

Hann getur þess að sambandið hafi snúið sér til lögreglunnar í byrjun árs 2014 og lagt fyrir hana gögn um Facebook-síðu þar sem ólöglegur akstur er auglýstur. Ástgeir segir að á sömu síðu sé einnig auglýst undir dulnefni áfengi og fíkniefni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert