Hrosseigandi sektaður vegna girðingar

Eigandi hrossanna hefur ekki lagað girðinguna í samræmi við athugasemdir …
Eigandi hrossanna hefur ekki lagað girðinguna í samræmi við athugasemdir Matvælastofnunar. mbl.is/Árni Sæberg

Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin. Óheld girðing meðfram þjóðvegi veldur hættu fyrir dýr og menn, auk þess sem víra- og snæraflækjur innan girðingar valda slysahættu fyrir hestana. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hrosseigandinn hafði fimm daga til að gera úrbætur á girðingunni. Hann gerði það ekki og þarf því að greiða dagsektir sem nema 25 þúsund krónum á dag.

Þetta er gert samkvæmt reglugerð nr. 940/2015 um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert