Mætir á fund nefndar með skólameisturum

Kristján Þór mætir á fund allsherjar- og menntamálanefndar í dag …
Kristján Þór mætir á fund allsherjar- og menntamálanefndar í dag ásamt skólameisturum FÁ og Tækniskólans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson kemur á fund allsherjar- og menntamálanefndar eftir hádegi í dag, ásamt skólameisturum Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans í Reykjavík, þeim Steini Jóhannssyni og Jóni B. Stefánssyni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að ráðherra ætli að gera nefndinni grein fyrir stöðunni á hugsanlegri sameiningu FÁ og Tækniskólans, til upplýsingar fyrir nefndina. Nefndarmenn munu jafnframt óska eftir svörum við spurningum sem á þeim brenna.

Stuttur fundur var í menntamálaráðuneytinu í morgun að frumkvæði ráðherra, en þar voru rædd sameiningarmál framhaldsskólanna. Fundinn sátu embættismenn úr ráðuneytinu og skólameistarar.

Frétt mbl.is: „Gott að fá þessar upplýsingar“

Áslaug Arna segir ráðherra ætla að upplýsa nefndina um stöðu …
Áslaug Arna segir ráðherra ætla að upplýsa nefndina um stöðu mála. mbl.is/Kristinn Magnússon

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert