Sólberg ÓF komið til heimahafnar

Sólberg ÓF 1 kemur heim.
Sólberg ÓF 1 kemur heim. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sólberg ÓF 1 kom til heimahafnar á Ólafsfirði í dag og tók þá Rammi ehf. formlega við þessum nýja og fullkomna frystitorgara. Skipið var smíðað í Tyrklandi og nemur fjárfestingin um fimm milljörðum króna. Skipið er búið fullkomnum tæknibúnaði í brú og vélarrúmi og í vinnslunni leysir sjálfvirkni mannshöfnina af á mörgum sviðum.

Bættur aðbúnaður um borð í löngum túrum og aukin verðmætasköpun eru meðal lykilatriða sem nást með nýja skipinu. Vinnslumöguleikarnir um borð eru mun fjölbreyttari en í gömlu flakafrystitogurunum og er nýja skipið miklu afkastameira. Frystigetan er um 90 tonn af fiski á sólarhring sem er eins og stærstu frystihús fyrir bolfisk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert