Sólin mun leika við landsmenn

Sólin ætti að leika við landsmenn í dag.
Sólin ætti að leika við landsmenn í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Útlit er fyrir fínasta vorveður í dag og næstu daga og ætti sólin að leika við landsmenn. Búist er við hægri breytilegri átt í dag, en norðaustan 5-10 m/s við suðausturströndina um tíma. Léttir til fyrir norðan og austan í dag og verður  léttskýjað um mest allt land síðdegis, en sums staðar þokuloft við sjóinn. Hiti 7 til 15 að deginum, hlýjast á Vesturlandi.

Bent er á það á vef Veðurstofunnar að nú sé sá árstími að ganga í garð sem hafgolan fari að láta á sér kræla og þyki mörgum hún vera hvimleið.

„Svona snemma vors hefur hún talsverðan kælingarmátt sem gæti spillt vortilfinningunni fyrir einhverjum. Að sama skapi myndast oft þokuhætta þegar kalt sjávarloftið streymir inn yfir snögghitað landið og eins þegar landið kólnar mjög hratt að næturlagi eftir sólríkan dag. 

Fyrir sóldýrkendur er þá yfirleitt ráðið að fara lengra inn í land þar sem áhrifa hafgolunnar gætir minna,“ segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings.

Útlit er fyrir svipað veður á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert