Veltan var 57 milljarðar í fjarskiptum

Fjárfesting í ljósleiðurum jókst um 56% á síðasta ári.
Fjárfesting í ljósleiðurum jókst um 56% á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Velta á fjarskiptamarkaði jókst um 3% á milli ára og nam um 56,6 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af var 4% vöxtur í tekjum af gagnaflutningi. Engu að síður drógust tekjur af talsíma saman um 12%, en þær hafa farið lækkandi á undanförnum árum.

Markaðshlutdeild stærstu fjarskiptafélaganna í farsímaáskrift stóð nokkuð í stað á milli ára. Hlutdeild Nova var 34%, Símans 33%, Vodafone 29% og 365 var með 3%.

Fjarskiptafyrirtækin juku fjárfestingar sínar um 13% í 9 milljarða króna í fyrra, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert