Gestir sáttir og ánægðir með Rammstein

Það er ekki annað að sjá en að tónleikagestirnir hafi …
Það er ekki annað að sjá en að tónleikagestirnir hafi verið ánægðir með það sem Rammstein hafði upp á á bjóða í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Tónleikum þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein lauk fyrir klukkan 23 í kvöld og í kjölfarið streymdu tónleikagestir út úr íþróttahöllinni Kórnum í Kópavogi þar sem herlegheitin fóru fram. Allt virðist hafa gengið vel og ekki annað að heyra en að tónleikagestir hafi verið ánægðir.

Stemningin var brjáluð í Kórnum í kvöld.
Stemningin var brjáluð í Kórnum í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Ljósmyndari mbl.is á staðnum segir að stemningin hafi verið mjög góð og að tónleikarnir hafi lukkast vel. Svo virðist sem vel gangi að ferja fólk á brott í blíðviðrinu, en fjölmargir strætisvagnar biðu fyrir utan höllina að tónleikum loknum. 

„Þetta var alveg geggjað,“ segir ljósmyndarinn og telur að enginn hafi farið heim svekktur af þessum tónleikum. Gera megi ráð fyrir því að menn leggist glaðir á bæn eftir kvöldstund með Rammstein.

Múgur og margmenni kom saman í Kórnum í kvöld og …
Múgur og margmenni kom saman í Kórnum í kvöld og samkvæmt upplýsingum mbl.is virðist skipulagið í kringum tónleikana hafa gengið áfallalaust fyrir sig. mbl.is/Ófeigur

Tónleikarnir voru mikið sjónarspil, en fluttir voru inn 15 gámar sem innihéldu hljóðkerfi, eldvörpur og ljósabúnað. Þá voru um fimmtán manns frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu við störf í tengslum við tónleikana í ljósi þess að eldur var hluti af sýningu Rammstein.

Þessi var sáttur við Rammstein.
Þessi var sáttur við Rammstein. mbl.is/Ófeigur

Rokkhljómveitin Ham hitaði upp fyrir Rammstein en Ham steig á svið um kl. 19:30 í kvöld með heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, í broddi fylkingar. Rammstein hóf upp sína raust um kl. 21 og stóðu tónleikar sveitarinnar yfir í rúman einn og hálfan tíma.

Tónleikagestir streymdu um borð í strætisvagna sem biðu eftir þeim …
Tónleikagestir streymdu um borð í strætisvagna sem biðu eftir þeim fyrir utan Kórinn. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert