Tveir sinubrunar á Suðurlandi

Slökkvilið Árnessýslu fór í tvö útköll vegna sinubruna í dag.
Slökkvilið Árnessýslu fór í tvö útköll vegna sinubruna í dag. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns

Tveir minni háttar sinubrunar voru á Suðurlandi í dag. Annar sinubruninn sem slökkvilið Árnessýslu slökkti kviknað á bæ rétt við Ljósafossvirkjun og hitt útkallið var á bæ við Villingaholtsveg.

Eldurinn kviknaði þegar kveikt var í rusli, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Eldurinn náði ekki að breiðast hratt út. Allur gróður er mjög þurr núna og brýnir lögreglan fyrir fólki að vera ekki að kveikja eld úti í náttúrunni.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert