Gæti farið í 20 stig í innsveitum

Veðurspáin er góð í dag.
Veðurspáin er góð í dag. mbl.is/Eggert

„Enn einn ágætur vordagur í vændum með hægum vindi og sólskini víðast í flestum landshlutum, en austankalda og smá vætu suðaustanlands upp úr hádegi,“ skrifar veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í morgunsárið.

Hann segir að það verði hlýtt í veðri í dag, jafnvel kringum 20 stig í innsveitum fyrir norðan og vestan.

Á morgun sé þó kominn austakaldi með lítils háttar vætu á sunnanverðu landinu, en áfram þurrviðri fyrir norðan og ögn svalara veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert