Skorar fjármálaráðherra á hólm

Hrafnkell Hringur Helgason fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík.
Hrafnkell Hringur Helgason fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnkell Hringur Helgason listfræðinemi hefur ákveðið að skora fjármálaráðherra á hólm og bjóða sig fram sem formann Hollvinafélags MR.

„Mér finnst framboð Benedikts afar torkennilegt og tel sjálfan mig vel til þess fallinn að skapa frið um störf Hollvinafélagsins. Á aðalfundi félagsins, sem fram fer næstu helgi, ætla ég að leggja til að félagið álykti gegn fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar og þeirri fjársveltistefnu sem þar er boðuð gagnvart framhaldsskólastiginu,“ segir Hrafnkell Hringur í tilkynningu.

„Ég skora á alla fyrrverandi MR-inga sem eru ósáttir við fjársveltistefnu Benedikts Jóhannessonar að fjölmenna á aðalfund Hollvinafélagsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert