Enn fækkar bleikju í ám og vötnum

Togast á við sjóbleikju.
Togast á við sjóbleikju. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Stóra myndin er sú að frá árinu 2000 hefur verið nánast samfelld fækkun á bleikju í ám og vötnum,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun.

Hann segir að þessi þróun hafi orðið í öllum landshlutum bæði á hálendi og láglendi og eigi bæði við um sjóbleikju og staðbundna. Svipuð þróun virðist eiga sér stað í Noregi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um bleikjuna í Morgunblaðinu í dag.

Skýringa á breyttri útbreiðslu bleikju hefur einkum verið leitað í hækkandi hitastigi og hlýnandi veðurfari. Fleira spilar inn í og bendir Guðni á að hitastig hafi farið hækkandi í ám til 2003. Sumarhiti í ám hafi hins vegar farið lækkandi frá þeim tíma til 2015, en hafi hækkað aftur í fyrra. Veturnir séu hlýrri en áður og hitastig í sjónum íkringum landið sé einnig hærra á veturna heldur en áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert