Flestir til Alicente og Kaupmannahafnar

Alicante á Spáni er vinsæll dvalarstaður hjá Íslendingum.
Alicante á Spáni er vinsæll dvalarstaður hjá Íslendingum. Ljósmynd/Wikipedia-Diego Delso

Alicante og Kaupmannahöfn virðast vera vinsælustu áfangastaðir þeirra Íslendinga sem leggja land undir fót þetta sumarið. Að minnsta kosti ef horft er til þeirra Íslendinga sem leita að flugi með aðstoð Dohop-leitarvélarinnar.

Þegar Dohop skoðaði fjölda leita að flugi á vefnum undanfarna mánuði fyrir júní, júlí og ágúst kom í ljós að þessir tveir áfangastaðir njóta yfirburða vinsælda. Alicante er með 31 prósent hlutdeild af leitum meðal topp fimm vinsælustu áfangastaðanna og Kaupmannahöfn 30 prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá Dohop. 

Í þriðja sæti er London, með 15% hlut, og því rétt hálfdrættingur á við fyrstnefndu staðina tvo. Þar á eftir koma Amsterdam og Barcelona með 12% hlutdeild hvor.

Sé hins vegar skoðað hvar notendur Dohop hafa bókað hótel fyrir sumarið breytist myndin nokkuð. Þá skipa efstu fimm sætin í þessari röð Amsterdam, Alicante, Kaupmannahöfn, London og París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert