Hart deilt á formann á fundinum

Frá miðstjórnarfundi framsóknarmanna um helgina.
Frá miðstjórnarfundi framsóknarmanna um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi fundarmanna á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina lýsti yfir vantrausti á Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins.

Fundurinn var sá fyrsti eftir flokksþingið í haust þar sem Sigurður sigraði í formannskjöri gegn þáverandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Sigurður Ingi kaus að tjá sig ekki um það sem fram fór en segir að miklar tilfinningar hafi verið á fundinum. Ákveðið var að flokksþing yrði í janúar, að því er fram kemur í umfjöllun um miðstjórnarfundinn í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert