Hjólreiðamaður fannst meðvitundarlaus

Lögreglan lokaði gatnamótum á Miklubraut vegna forgangsaksturs sjúkrabifreiðar sem flutti …
Lögreglan lokaði gatnamótum á Miklubraut vegna forgangsaksturs sjúkrabifreiðar sem flutti manninn. mbl.is/Björn Jóhann

Hjólreiðamaður fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag og er nú verið að flytja hann á slysadeild. Aðrir vegfarendur komu að manninum þar sem hann lá meðvitundarlaus á jörðinni við hjólið sitt. Ekkert liggur fyrir um aðdragandann.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú lokanir á Miklubraut og Háaleitisbraut til að flýta fyrir flutningi.

Uppfært 17:20:

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd umferðarslysa var hjólreiðamaðurinn á leið vestur Nesjavallaveginn, þ.e. á leið til Reykjavíkur. Fannst hann neðst í brekkunni niður af Henglinum. 

Á Nesjavallavegi er kafli þar sem verið er að fjarlægja grindahlið en þar hefur möl verið komið fyrir. Er kaflinn beint fyrir neðan bratta brekku og geta slíkar aðstæður verið hættuvaldandi fyrir hjólreiðamenn. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni fannst hjólreiðamaðurinn þó ekki á því svæði.

Engin vitni voru að slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert