Ísland í 2. sæti yfir heilbrigðiskerfi

Ísland er með næstbesta heilbrigðiskerfi í heimi, samkvæmt umfangsmikilli rannsókn á heilbrigðiskerfum heimsins.

Niðurstöður voru birtar í The Lancet, einu virtasta og elsta læknatímariti heims, fyrir helgi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða útreikning á heilbrigðisvísitölu sem er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu með tilliti til dánartíðni af viðráðanlegum sjúkdómum. Ísland situr í öðru sæti í niðurstöðum rannsóknarinnar með heilbrigðisvísitöluna 94 af 100 mögulegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert