Austanátt og rigning

Vindaspáin í dag.
Vindaspáin í dag. Veðurstofa Íslands

Austlæg verður ríkjandi í dag, yfirleitt um 5-10 m/s, en hvassara norðvestan til á landinu seint í dag og fram á nótt. Fer að rigna sunnan til á landinu um hádegi en norðan til á landinu undir kvöld. Úrkomuminna á morgun, en þó má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum.

Veðurspá fyrir næstu daga:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað og þurrt að mestu, en dálítil væta suðaustan til. Bætir heldur í vind eftir hádegi, 8-15 m/s norðvestan til í kvöld, en annars hægari vindur. Fer að rigna sunnan til um hádegi, en norðan til undir kvöld. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt. Breytileg átt 5-10 m/s á morgun og dálítil rigning af og til. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðaustan til.

Á laugardag:
Breytileg átt 5-10 og víða skúrir. Hiti yfirleitt 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Rigning með köflum eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 6 til 14 stig.

Á mánudag:
Fremur hæg austlæg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en bætir heldur í vind og þykknar upp þegar líður á daginn með dálítilli vætu suðvestan til um kvöldið. Hiti 7 til 15 stig.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Stíf austanátt og víða rigning, einkum suðaustan til á landinu. Heldur hægari og úrkomuminna um tíma á miðvikudag. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert