Benedikt hættir sem formaður

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Þessu greindi hann frá í ræðu sem hann flutti fyrir hönd félagsins við útskrift úr MR í dag. Fram hafði komið gagnrýni á Benedikt fyrir að vera formaður Hollvinafélags MR á sama tíma og hann skæri niður til framhaldsskólanna. Hafði listfræðineminn Hrafnkell Hringur Helgason boðað mótframboð gegn honum.

Frétt mbl.is: Skorar fjármálaráðherra á hólm

„Ég talaði líka um að kannski hefði skólinn liðið fyrir það að margir stjórnmálamenn hefðu komið úr skólanum. Þeir væru hræddir um að láta skólann njóta jafnræðis við aðra skóla af ótta við að vera sakaðir um að hygla sínum gamla skóla. Í ljósi þess sagði ég frá því að ég hygðist ekki gefa kost á mér til endurkjörs í Hollvinafélaginu í þetta sinn, þannig að ekki kæmu upp ásakanir af þessu tagi í minn garð, þó að svo vildi til að einhvern tíma verði staðið við loforð um að bætt verði úr húsnæði skólans og hann njóti jafnræðis við aðra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert