Mótmæla sameiningu á Austurvelli

Tækniskólinn.
Tækniskólinn. Af vef Tækniskólans

Boðað er til mótmæla á Austurvelli  á sunnudaginn 28. maí kl. 15 þar sem mótmælt verður hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu FÁ og Tækniskólans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Opin umræða um mikilvægar breytingar á samfélagi okkar er grunnstoð lýðræðisins. Menntakerfið þarf alvöru stefnumótun og fyrirsjáanleika. Samráð þarf að hafa við stórar breytingar.

Við krefjumst þess að einkavæðingaráform, eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu FÁ og Tækniskólans, fari í gegnum lýðræðislega ferla til að tryggja gæði menntakerfisins og hag nemenda og kennara. Það er með öllu óásættanlegt að það sé reynt að koma svo stórum breytingum í gegn án almennilegrar umræðu, samráðs við nemendur og starfsfólk skólans og meðhöndlun þings. Ríkisstjórnin er í vinnu fyrir þing og þjóð. Við krefjumst þess að hún standi sig og hlusti á og virði vinnuveitendur sína!

Ef almenningur krefst þess ekki að vinnubrögðin breytist mun allt halda áfram sem hingað til. Segjum gömlu pólitíkinni stríð á hendur. Burt með bullið. Burt með sérhagsmunabraskið.

Dagskrá (uppfærist fram að viðburði):

Erindi frá Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmanni Pírata, erindi frá Ísabellu Ýrr Hallgrímsdóttur, fulltrúa Nemendafélags FÁ, erindi frá Andrési Inga Jónssyni, nefndarmanni í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmanni VG, tónlistaratriði frá tónlistarkonunni Dagnýju Höllu Ágústsdóttur.

Mótmælin styðja eftirfarandi:

Nemendafélag FÁ

Samband íslenskra framhaldsskólanema

Jæja-hópurinn

Ungir Píratar

Ungir Jafnaðarmenn

Ung vinstri græn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert