Prófa repjuolíu á humarveiðiskip

Við skipshlið. Hlín Hólm, Guðbjörn Árnason, Jón Bernódusson, Ólafur Eggertsson, …
Við skipshlið. Hlín Hólm, Guðbjörn Árnason, Jón Bernódusson, Ólafur Eggertsson, Gunnar Ásgeirsson, Sandra Rán Ásgrímsdóttir og Hjalti Þór Vignisson. mbl.is/Albert Eymundsson

Skip Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, Þinganes SF-25, er fyrsta íslenska fiskiskipið sem gengur fyrir olíu sem blönduð hefur verið með íslenskri repjuolíu. Vélar skipsins gengu ágætlega á þessari blöndu.

Tveir repjuræktendur á Suðurlandi gáfu repjuolíuna vegna rannsóknar á orkuskiptum í sjávarútvegi sem Samgöngustofa stendur fyrir, en um mál þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Skinney-Þinganes rekur kúabú í Flatey á Mýrum og segir Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar, að jörðin búi yfir miklum möguleikum. Hugað verði að repjuræktun í framtíðinni ásamt vinnslu hennar og nýtingu á skip útgerðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert